Ef þú ert með tólf kúlur allar jafn þungar nema ein sem er aðeins þyngri eða léttari, hvernig getur þú komist að því hvaða kúla það er með aðeins þremur vigtunum? (þ.e. vigtunum á vogarstöng)
Þetta var búin að vera ein af mínum heilaþrautum frá því seinasta föstudagskvöld og leystist farsællega um miðnætti í gærkveldi. Aðrar heilaþrautir frá föstudagskvöldinu eru að mestu leyti óleystar ennþá og leysast kannski aldrei alveg. En hver veit!
No comments:
Post a Comment