Og aftur nýi kokkurinn
Líklega þarf maður eitthvað að fara að æfa sig af þeim rosalegasta krafti sem nokkurn tíman hefur sést eða heyrst um. Nýi kokkurinn er þvílíkur alvöru kokkur að ég verð líklega orðinn hnöttóttur þegar kemur fram á sumarið ef svo fer fram sem horfir. Líklega verður maður að spríkkla með tvöföldum krafti til að hafa í við hitaeiningarnar frá kokkinum.
Annars er þetta nú held ég voðalega heilsusamlegt hjá honum stundum rænmeti og alls konar góðgæti þannig að þetta horfir kannski ekkert til svo mikils voða.
No comments:
Post a Comment