Brantari dagsins
Þegar tannlæknirinn hennar Kristínar lét af störfum þurfti hún eðli málsinssamkvæmt að fá sér nýjan tannlækni. Þegar hún beið á biðstofunni hans á leið í fyrsta tímann rak hún augun í starfsleyfi tannlæknins sem bar fullt nafnhans. Skyndilega mundi hún eftir þessum hávaxna myndarlega strák er ber sama nafn og hafði verið með henni í bekk 40 árum áður. Hún var því orðin nokkuð spennt þegar henni var loksins boðið inn. En þegar hún settist í stólinn var henni ljóst að þetta gat ekki verið sami maðurinn. Þessi maður var gráhærður með skalla og djúpar hrukkur. En Kristín gat þó ekki hætt að hugsa um þettasvo þegar hann hafði lokið við að hreinsa tennurnar, spurði hún hvort hann hefði gengið í gangfræðiskólann í hverfinu. Hann játti því. " Hvenær útskrifaðist þú?" spurði Kristín. "Árið 1962" svaraði hann að bragði.
"Nú?"
hváði hún, þú hefur þa´verið í gamla bekknum mínum. "Nú já" sagði hann og horfði rannsakandi á Kristínu.
"Og hvað kenndir þú?
No comments:
Post a Comment