Loksins komin einhver snjóföl í höfuðstaðum og nágrenni hans. Eftir að hafa ímeilað og emmessennað við Ralldiggni heilan dag og hálfa viku var druslast af stað á skíði. Rykið dustað af skíðabogunum og þeir skrúfaðir á sinn stað á þakið á bílnum, nögladekkjunum þrælað undir og ætt af stað. Bara sko við þrjú systkinin mín, sko.
Það var auðvitað allt lokað í Bláfjöllum og það vissum við auðvitað líka því auðvitað vorum við að fara á gönkuskíðin. Þarna uppfrá var annars alveg dálítið af jeppum og enn meira af vélsleðum, nokkrir á snjóþotu, einhverjir á gönguskíðum, örlítill snjór og alveg fullt af kulda. Þó snjórinn hafi nú ekki verið sérlega mikill þá var hann a.m.k. nægur til að það mátti skælast á skíðum um svæðið með smá varkárni og með lagni þá tókst jeppaköllunum að pikkfesta sig á 38 tommunum sínum á alveg snilldarlegan hátt. Ég átti nú eiginlega ekki til orð yfir þessum óförum þeirra.
Helstu niðurstöður ferðarinnar voru eftirfarandi:
- Skíðaferð er ennþá það frábærasta
- Jeppakallar eru ennþá aular (a.m.k. sumir)
- Það er fýla og hávaði af vélsleðum
- Það er kalt þegar það er kalt
- Manni verður ekki kalt ef maður klæðir sig almennilega
- Maður getur í alvörunni kennt í brjósti um fasta jeppakalla sem kunna ekki baun í bala að keyra í snjó og eru ekki einusinni með neina skóflu
- Ég er ekki í nokkru formi og það verður nú bara að duga eða drepast. Sjö sinnum í viku í WorldClass og annað sprikl eða það verður bara að gefa allar alvöruferðir um páskana upp á bátinn.
Núna er ég síðan að fara að elda alveg hryllilega hollt og gott grænmetislasagna til að gefa hinum tveimur skíðagosunum.
No comments:
Post a Comment