Monday, January 27, 2003

Kannski ekki svo góður punktur ...
Eitthvert athyglisverðasta sjónarmið sem ég hef heyrt lengi heyrði ég um daginn frá manni sem er búinn að vera atvinnulaus í nokkurn tíma. Það var víst enga vinnu að fá og þetta hafði víst ekki gengið baun í bala hjá honum. Og niðurstaðan var nú dálítið sérkennileg. Hann var sko eiginlega alveg búinn að sjá þetta út að þetta var nú bara út af því að atvinnuþátttaka á Íslandi er allt of mikil. Jú það getur náttúrlega vel verið að atvinnuþátttakan sé dálítið hraustleg hjá okkur mörlandanum en helst var þetta sko kvenþjóðinni að kenna taldi hann. Enda hafði hann komist að því að í öðrum löndum ynnu konur ekki nándarnærri eins mikið og hérna og það væri bara þannig í okkar guðsvolaða þjóðfélagi að það gætu bara ekkert allir verið að vinna, neyslan héldi því bara ekki uppi. Þannig að það til að tryggja að "allir" geti fengið vinnu þá verður augljóslega bara að draga aðeins úr atvinnuþátttöku kvenna.

Ég held annars að það sé konan hans sem vinnur fyrir honum núna í atvinnuleysinu.

Lifi dekkjaverkstæðin!

No comments: