Monday, January 20, 2003

Brandari dagsins
Eftir 25 ára starf í tölvubransanum var Einar gjörsamlega búinn að fá nóg af öllu stressinu sem fylgdi þessum bransa. Hann hætti í vinnunni og keypti sér 30 hektara lands langt uppi í sveit eins langt frá mannabyggðum og hægt var. Bréfberinn kom við einu sinni í viku og kaupfélagið sendi honum vörur einu sinni í mánuði. Annars var hann umlukinn kyrrð og ró.

Eitt kvöldið, eftir um það bil sex mánaða einangrun, bankar einhver á dyrnar. Einar fer til dyra og úti stendur svakalegur durgur. "Heiti Sigurmundur... Nágranni þinn hinumegin við fjallið... Partý hjá mér á laugardagskvöldið... hélt þig langaði til að kíkja."

"Frábært!", sagði Einar. Eftir sex mánaða einangrun er ég tilbúinn til að hitta sveitungana. Ég þigg boðið með þökkum."

Sigurmundur gerir sig líklegan til að fara en snýr sér að Einari og segir: "Best að vara við því að það verður mikið drukkið."

"Ekkert mál. Eftir 25 ár í tölvubransanum þá get ég drukkið nánast alla undir borðið."

Aftur gerir Sigurmundur sig líklegan til að fara en snýr sér við í dyrunum og segir: "Líklegast mikið slegist."

Hrikalegt, hugsar Einar með sér...harðgert lið. "Jæja, mér kemur ágætlega saman við flesta. Ég kem. Takk fyrir að bjóða mér."

Aftur gengur Sigurmundur í burtu en snýr sér við í dyrunum og segir: "Ég hef líka séð frekar brjálað kynlíf í þessum partýum."

"Heyrðu, það er ekki vandamálið" segir Einar, "þú veist það kannski ekki að ég hef verið algjörlega einn í sex mánuði! Ég kem sko alveg örugglega... en segðu mér, í hverju ætti ég að mæta? jakkafötum eða lopapeysu?"

Sigurmundur stoppar enn einu sinni í dyragættinni og segir: "í hverju sem þú vilt, við verðum bara tveir!".

--------------
Ekki veit ég af hverju svona brandarar þurfa alltaf að fjalla um einhvern sem heitir Einar en hann var bara svona upphaflega.

No comments: