Wednesday, January 15, 2003

Brandari dagsins

Gamall maður bjó einn í Þykkvabænum.  Hann langaði til þess að
stinga upp kartöflugarðinn sinn, en það var mikil erfiðisvinna. Bubbi
sonur hans, var sá eini sem hann hafði getað fengið til að hjálpa sér.
En Bubbi var lokaður inni á Hrauninu.


Gamli skrifaði honum bréf og sagði honum frá vandræðum sínum:


Elsku Bubbi minn,

Æ, mér líður hálf-illa, því
það lítur út fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í
garðinn þetta árið. Ég er bara að verða of gamall til þess að vera
að stinga upp beðin. Ef þú værir hérna, ætti ég ekki í neinum vandræðum, því ég veit að þú mundir stinga upp beðin fyrir mig.


Kær kveðja til þín, elsku sonur

Pabbi



Eftir örfáa daga, fékk hann bréf frá syni sínum :


Elsku Pabbi

Í GUÐANNA BÆNUM, ekki stinga upp
garðinn !

Ég gróf ránsfenginn og byssurnar þar !


Þinn

Bubbi



Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá embætti Ríkislögreglustjóra
og Selfosslögreglunni og umbyltu öllum beðunum, en fundu hvorki þýfi né
byssur. Þeir báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut.

Sama daginn fékk hann annað bréf frá syninum :


Elsku pabbi


Drífðu nú í því að setja niður
kartöflurnar.  Við núverandi aðstæður get ég ekki gert betur.


Þinn elskandi sonur

Bubbi



No comments: