Wednesday, January 22, 2003

Ákveðin erfðaefnissamsetning þarf ekki að leiða til ákveðins háralitar
Hvað gerir Decode núna?


Fyrsti einræktaði kötturinn er alls ekkert líkur fyrirmynd sinni, hvorki í útliti né hegðun. Fyrirmyndin Rainbow er feitlagin og ljósleit með brúnum og gylltum bröndum, en eftirmyndin Cc er grönn og ljósleit með gráa kápu. Þá er Cc forvitin og gásakafull en Rainbow er varkár.

Skaparar Cc við A&M háskólann í Texas í Bandaríkjunum segja, að rekja megi hluta mismunarins til aldursmunar kattanna en að kettirnir tveir séu þó lifandi sönnun þess að umhverfi hafi jafn mikil áhrif á persónuleika katta og erfðaefni þeirra. Þá hafi tilvist þeirra sýnt fram á að ákveðin erfðaefnissamsetning þurfi ekki að leiða til eins ákveðins háralitar.

No comments: