Wednesday, June 30, 2004
Ætli forsetinn... neiti aftur
Ætli Ólafur Ragnar verði þá ekki að neita að skrifa undir lögin þar sem lög sem varða augljóslea þjóðaratkvæðagreiðslur hljóta að vera grundvallarlög þegar kemur að lýðræðinu og slík lög geta auðvitað alls ekki verið sett þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar.
Ég get ekki séð að honum verði stætt á öðru en að bera þetta undir þjóðina.
Og til þess að það sé hægt þá þarf að hafa einhver lög um þjóðarakvæðagreiðslur. Og þau þarf forsetinn að samþykja. Og forsætisráðherrann verður náttúrlega að láta setja lög sem tryggja það að hann ráði áfram og því er þjóðin á móti og því þarf að bera það undir þjóðina.
Ætli það sé ekki best að boða bara strax til Alþingiskosninga og láta bara gera ný lög um þetta allt saman. Davíð getur farið að semja leikrit og raunveruleikaþætti fyrir hefðbundið leiksvið. Óþarft að hann sé alltaf geymdu þarna á Alþingi að semja og flytja farsana sína.
Monday, June 28, 2004
Sníkjulífisblogg
Ég man ekki hvað það er kallað en einhvers konar sníkjulífisblogg gæti það verið þegar maður bloggar ekki í eigin bloggi heldur inn í kommentakerfi annarra. Ég held að kommentið sem ég var að gefa um Farenheit 911 og Káranhúkamynd Ómars um leið alveg flokkast undir það!
Sunday, June 27, 2004
Myndir
Eins og einhvern tíman kom fram hér á mínu bloggi þá fórum við bræður í einn sérdeilis edilánsgóðan hjólatúr til hinnar krumpuðu Danmerkur.
Myndir eru loksin komnar úr framköllun!
Nenni ekki að fara að sofa
Og kosningaúrslitin eru nú ekki sérlega spennandi fyrir utan að mér sýnist að Auður hafi fengið óvenjumikið fylgi og reyndar líka þessi Baldvin eða hvað hann nú heitir.
Þá er það bara tékk á endurminningablogginu:
- Dönskukennsluþættirnir um Hildi. Þar kom Einar Kárason fram sem dularfull persóna með sítt hár og mig minnir að hann hafi sagt setninguna: "Du må hellere spörge Benedikt". já
Biðröð í Ríkið á Lindargötu já
Eldhúsmellur eftir Guðlaug Arason já
Auglýsing fyrir Corega töflur (tannlím eða hreinsidót fyrir falskar) já
Verslun H Toft á Skólavörðustígnei
Kristín Ólafs að syngja um tennurnar ("Það er grátlegt og leitt...") já
Náttúrulækningabúðin við Óðinstorg nei
Lykt af fjölritunarspritti (og sleip blöð úr fjölritunarvél) já
Senjorítudúkkur í stúlknaherbergjum nei, er bara fyrir stelpur held ég
Auglýsing fyrir Fiji-ilmvatn ("Konan er eyland, Fiji er ilmvatnið hennar")
Saltpillur úr Fríhöfninni já
Tískuverslunin Pophúsið á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis (þar fengust Hoofer flauelsbuxur með fellingum að framan) nei
Beinagrindin í Þjóðminjasafninu já eða nei
Scarsdale kúrinn (stundum kallaður Skorradalskúrinn) já
Víxileyðublöð já og ábekingar
Ikea í einu horninu í Hagkaup Skeifunni já
Þegar viðskiptafræði var kölluð ruslakistan já
Villti Tryllti Villi já
1 líter af kók í glerflösku, kallað risakók já með skrúfuðum tappa
Leikritið Pæld'í'ðí með Alþýðuleikhúsinu já
Þegar John Lennon var myrtur já, en ég vissi nú ekki almennilega hver hann var fyrr en löngu seinna enda frekar svona seinþroska
Þegar einn þybbinn krakki var í hverjum árgangi og hafði sá alltaf viðurnafnið "feiti" eða "feita" (viðkomandi þætti tæpast feitur í dag) já, það var Pétur feiti
Permanent í endum á hári, slétt að ofan, krullað að neðan nei ætli það séu ekki bara stelpur sem muna eftir því
Þegar fólk vissi hvorki hvað ofnæmi né sveppasýking var já og ekki heldur ofvirkir krakkar
Rauðar pylsur frá Sláturfélagi Suðurlands já en ég fékk aldrei að borða þær því mamma mín var viss um að þær væru eitraðar. Eða kannski frekar að hún vissi það
Röndótta mær af plötunni Horft í roðann með Jakobi Magnússyni já
Þegar bókabúðirnar auglýstu á skiltum fyrir utan búðirnar: Ný dönsk blöð já og reyndar er heil hljómsveit skírð í höfuðið á þessum blöðum
Timotei sjampó (er það til ennþá?) já
Auglýsing frá Rakarastofunni Klapparstíg þar sem maður sveiflar hárinu og hleypur inn á rakarastofuna já
Frímerkjahúsið Lækjargötu já enda hroðalegt nörd
Lagið Mamy Blue nei enda hroðalegt nörd
Þátturinn eftir hádegið með Jóni Gunnlaugssyni af einherjum ókunnum ástæðum nei, þrátt fyrir að vera þetta nörd
Gjafahúsið Skólavörðustíg nei
Patchouli lykt nei held ekki, er það ekki bara eitthvað fyrir stelpur að muna
Sjónvarpsþættir sem hétu Rokkveita Ríkisins nei bara Skonrokk
Onedin skipafélagið já og get sönglað lagið held ég ennþá
Guðrún Á Símonar og Þuríður Sigurðar að syngja Kattadúettinn mjáááá
Saturday, June 26, 2004
Bíómyndalisti
Asnalegir svona bíómyndalistar. Yfirleitt hef ég ekki séð nema örfár myndir sem eru á svina listum og síðan man ég yfirleitt aldrei hvaða myndir ég er búinn að sjá og hvaða myndir ég er ekki búinn að sjá. Eða hvað myndir heita sem ég hef séð. Hef stundum staðið sjálfan mig að því að horfa á mynd og fatta þegar óvænti endirinn kemur að ég hafi séð hana áður.
Bold the ones you've seen
*Italicize the ones you've seen a bit of
*Add three movies to the bottom of the list
01. Trainspotting
02. Shrek
03. M - huh?
04. Dogma
05. Strictly Ballroom
06. The Princess Bride
07. Love Actually
08. The Lord of the Rings: The Fellowship of the Rings
09. The Lord of the Rings: The Two Towers
10. The Lord of the Rings: The Return of the King11. Reservoir Dogs
12. Desperado
13. Password Swordfish
14. Kill Bill Vol. 1
15. Donnie Darko
16. Spirited Away
17. Better Than Sex
18. Sleepy Hollow
19. Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
20. The Eye
21. Requiem for a Dream
22. Dawn of the Dead
23. The Pillow Book
24. The Italian Job
25. The Goonies
26. The Basketball Diaries
27. The Spice Girls Movie
28. Army of Darkness
29. The Color Purple
30. The Safety of Objects
31. Can't Hardly Wait
32. Mystic Pizza
33. Finding Nemo
34. Monsters Inc.
35. Circle of Friends
36. Mary Poppins
37. The Bourne Identity
38. Forrest Gump
39. A Clockwork Orange
40. Kindergarten Cop
41. On The Line
42. My Big Fat Greek Wedding
43. Final Destination
44. Sorority Boys
45. Urban Legend
46. Cheaper by the Dozen
47. Fierce Creatures
48. Dude, Where's My Car?
49. Ladyhawke
50. Ghostbusters
51. Indiana Jones and the Last Crusade
52. Back to the Future
53. An Affair To Remember
54. Somewhere In Time
55. North By Northwest
56. Moulin Rouge
57. Harry Potter and the Chamber of Secrets
58. The Wizard of Oz
59. Zoolander
60. A Walk to Remember
61. Chicago
62. Vanilla Sky
63. The Sweetest Thing
64. Don't Tell Mom the Babysitters Dead
65. The Nightmare Before Christmas
66. Chasing Amy
67. Edward Scissorhands
68. Adventures of Priscilla: Queen of the Desert
69. Muriel's Wedding
70. Croupier
71. Blade Runner
72. Cruel Intentions
73. Ocean's Eleven
74. Magnolia
75. Fight Club
76. The Beauty and The Beast
77. Much Ado About Nothing
78. Dirty Dancing
79. Gladiator
80. Ever After
81. Braveheart
82. What Lies Beneath
83. Regarding Henry
84. The Dark Crystal
85. Star Wars
86. The Birds
87. Beaches
88. Cujo
89. Maid In Manhattan
90. The Labyrinth
91. Thoroughly Modern Millie
92. His Girl Friday
93. Chocolat
94. Independence Day
95. Singing in the Rain
96. Big Fish
97. The Thomas Crown Affair
98. The Matrix
99. Stargate
100. A Hard Day's Night
101. About A Boy - I think I even may have read the book
102. Jurassic Park
103. Life of Brian
104. Dune
105. Help!
106. Grease
107. Newsies
108. Gone With The Wind
109. School of Rock
110. TOMMY
111. Yellow Submarine
112. From Hell
113. Benny & Joon
114. First Knight
115. Panic Room
116. UHF
117. Amelie
118. Three Amigos
119. Muppets From Space
120. Babe
121. An American In Paris
122. X-Men
123. Spy Game
124. 12 Monkeys
125. Citizen Kane
126. What's Eating Gilbert Grape?
127. Life as a House
128. The Broken Heart's Club
129. Life is Beautiful - its name is La Vita e Bella,
130. All Over the Guy
131. Quills
132. Dances with wolves
133. Van Helsing
134. Hidalgo
135. Ned Kelly
136. Wilde - Stephen Fry *sigh*
137. Blazing Saddles
138. A Walk on the Moon
139. Brotherhood of the Wolves
140. The last unicorn
141. Imitation of Life
142. Jaws
143. Starship Troopers
144. The Shawshank Redemption
145. Drunken Master
146. The Good the Bad and the Ugly
147. The Exorcist
148. Don't look now
149. Braindead
150. The City of Lost Children
151. The Abyss
152. Annie Hall
153. Almost Famous
154. Secretary
155. High Fidelity - John Cusack *awrr*
155. Delicatessen
156. Mighty Aphrodite
157. Oh Brother Where Art Thou?
158. Montenegro
159. Battleship Potemkim
160. Homo Faber
Via Stina
Síðan skil ég engan veginn út af hverju nauðsynlegar myndir sem ég hef séð eru aldreo á svona listum heldur alltaf einhverjar myndir sem ég hef annað hvort ekki séð eða man ekkert eftir (fyrir utan þessar þrjár sem ég bætti við, þessar örfáu sem ég hef séð og síðan La Vita e Bella).
Betty blue
Blue velvet
Pilp fiction
Unbearable lightness of beeing
The Name of the Rose
Das himmel uber Berlin
Fjörugt sumarleyfi með Tati (Un vacation avec Tati gæti hún kannski heitið)
...
Eða eðalmyndir á borð við:
Nightmare on Elmstreet
Creepshow
Rambo
Rocky
Superman
Og að ógeleymdum James Bond og Pink panther
Eða jafnvel keddlingamyndir sem ég hef séð:
A room with a view
When Harry met Sally
Skil reyndar alls ekki af hverju þær myndir eru ekki á þessum lista! Svo skal ég líka játa að ég hef aldrei séð heila mynd um martröð á Álmstræti. Fór reyndar á mynd nr. 5 held ég en ákvað að horfa á einhverja aðra mynd eftir hlé!
Á hálendinu er verið að kaffæra land
Sýningin hennar Rósu er afrakstur ferðar sem hún fór ásamt mér og mörgu öðru fólki síðasta sumar á Brúaröræfi þar sem við börðum augum land sem á að fara að kaffæra. Sýningin er hennar túlkun á því.
Tek mér það Bessaleyfi að hafa hér myndir frá sýningunni og hvet alla (sem komast... jám, þetta er það sem sjúklinarnir verða að láta sér nægja) til að fara á sýninguna.
horfðu djúpt (look deep) - rósa sigrún jónsdóttir 2004
Friday, June 25, 2004
Áhugavert efni á mbl.is ?!
Ég er að velta fyrir mér hvað þarf til að koma efni í þennan undarlega dálk "Áhugavert efni" á mbl.is.
Það sem er þarna núna er einhver síða með tilboðum um flug, undirskriftasíða vegna færslu Hringbrautar og síðan einhver bókaklúbbs síða en þess utan heilar fjórar Herbalife auglýsingar.
Ég veit að það er fullt af fólki að ná einhverjum tökum á matarræði og heilsuleysi sem fylgir ofáti eða vanáti með að innbyrða Herbalife dót og einhver hópur af fólki sem græðir á tá og fingri af því að selja hinum og enn fleiri sem ætla að græða á tá og fingri en hvernig í óskupunum getur þetta talist áhugavert efni?
Og fyrirsagnirnar eru ótrúlegar. "Ert þú móðir?" og "Íslendingar í Noregi!" og hvað fær maður þegar smellt er á þessar spurningar? Jú það er snjallt fyrir mæður að drýgja tekjurnar með að selja hver annarri Herbalife og það vantar einhvern í Noregi til að selja Herbalife.
Er einhver að borga fyrir þetta eða er einhver að misnota sér aðstöðuna á mbl.is? Þetta virkar að minnsta kosti óhemju hallærislega á mig. Ég get ekki ímyndað mér að þetta geti talist sérlega áhugavert efni fyrir fólk sem hefur annað hvort ekki áhuga á að vinna við að selja megrunarpillur í einhvers konar umboðssölu eða fólk sem nær að lifa heilbrigðú lífi með eðlilegri hreyfingu og almennilegum mat. Og að hafa fjórar svona tengingar með mismunandi fyrirsögnum getur ekki verið annað en grín. Ég skil bara ekki húmorinn í þessu.
Nú fyrir utan það að ég skil ekki hvernig framtíðin getur verið fólgin í því að allir vinni við það að selja hver öðrum megrunarpillur á uppsprengdu verði. En það er önnur Ella.
Ég er nú bara soltið montinn af mér og skáldinu.
Sæti 33 af meira en 100 er nú held ég skársti árangur í hlaupi sem ég hef náð!
En kannski segir þetta eitthvað meira um hina hlauparana!
Miðnætur- og Ólympíuhlaup 23. júní - Heildarúrslit
5 km Fæðingarár Byssutími Flögutími
1 Stefán Már Ágústsson 1975 18:24 18:22
2 Sigurður Hansen 1969 18:29 18:28
3 Ingvar H. Guðmundsson 1988 18:59 18:45
4 Óskar Sjöberg 1990 20:22 20:22 b
5 Annas Sigmundsson 1979 21:00 20:45
...
26 Guðmundur F. Kristbergss. 1988 26:26 25:55
27 Brynjar Claussen 1991 26:34 25:53
28 Sigþór Alfreðsson 1961 26:36 26:20
Skáldið sko, reyndar Sigþór U. Hallfreðsson
29 Páll Snæbjörnsson 1962 26:38 26:11
30 Þóra Gunnarsdóttir 1965 26:43 25:54
Ég var einhvern tíman að rembast við að ná henni held ég.
Fatta svo að þetta er kannski sama Þóran og var í FB á sama tima og ég?
31 Kristófer Leó Harðarson 1992 26:43 26:13
32 Dagný H. Erlendsdóttir 1977 26:45 26:00
33 Einar R. Sigurðsson 1967 26:46 26:31 C'est moi!
34 Smári A. Eggertsson 1992 26:59 26:58
35 Soffía Lárusdóttir 1975 27:00 26:28
...
116 Kristín B. Guðmundsdótt 1962 39:21 38:33
117 Guðrún H. Sigurgeirsdótt 1973 39:31 39:10
118 Guðmundur G. Árnason 1995 39:35 39:03
119 Ásta B. Eðvarðsdóttir 1948 39:50 39:20
120 Anna Björk 1960 42:52 42:04
121 Guðríður Einarsdóttir 1961 43:32 42:44
122 Sigrún Scheving 1942 45:51 45:30
123 Theresa Metzen 1962 48:18 47:55
124 Susanne Evnst 1971 1:03:48 1:03:36
Þetta fótboltamót er allt að koma til
Englendingar úti (já ég horfði með öðru auganu á hluta af seinni hálfleik en auðvitað nennti ég ekki að eltast við að glápa á einhverja endalausa framlengingu og vítaspyrnukeppni), Þjóðverjar farnir út heyrði ég einhers staðar, líka Spánverjar og auðvitað Ítalir.
Af hverju er ekki sýndur alvöru fótbolti í íslensku sjónvarpi, þ.e. svona eins og tékkneska deildin eða sænski boltinn svo ég tali ekki um hina geisisterku grísku deild? Það væri bragð að því frekar en þessir ensku aular sem ætluðu sér að verða evrópumeistarar eftir að spila varnarleik í 85 mínútur. Hvíkíki aular. Mun aldrei geta skilið ást íslenskra á ensku sparki. Og að heyra til þeirra sem lýstu leiknum. Þeir dáðust alveg út í eitt að aulaskap enskra að reyna ekki að sækja eftir að vera búnir að skora eitt mark. Það var sama hvað þeir gerðu við tuðrunua það var allt þvílík snilld að annað eins hafði aldrei sést! Og svo töpuðu þeir þessu auðvitað!
Gaman að þessu!
Síðan hugsaði ég þegar ég kom heim til mín um hálfeitt í gærkvöldi (ok í nótt) að svo bregðist krosstré sem önnur tré. Það var þá var bara komin Rás tvö og skjáleikur í sjónvarpið og á Sýn var bara komin ruggluð dónamynd! Enginn fótbolti lengur heldur bara einhver jarðarför!
Thursday, June 24, 2004
Nostalgíuminningablogg
Spurning hvað maður man!
Það er víst eitthvað í tísku að nostalgíublogga. Tók listan af Þórdísarbloggi til að vita hvort ég sé í alvörunni að verða eitthvað gamall einvhern tíman. En nei þetta er allt í lagi. Þessi Þórdís er "miklu" eldri en ég!
- Mirinda? (appelsínulitaður gosdrykkur. Þegar þetta er sagt fara margir að tala um Spur)já, muna það ekki allir. Reyndar er mírindað ennþá til í Danmörku sýndist mér um daginn
- Tískuverzluninni Kiss, Kiss í Lækjargötu 4? (Húsið er núna í Árbæjarsafninu)nei held eiginlega ekki
- Kákasusgerlinum?já
- Bjórlíkinu?já, muna það ekki allir?
- Auglýsingunni frá Bílasölu Guðfinns?já, frúin hlær í betri bíl... kassabíl
- Flautubuxunum?nei, hljóta að hafa verið einhverjar stelpubuxur
- Bíómyndinni Morðsögu? já auglýsingunni þegar ég var lítill og svo einhverri endursýningu þegar ég var eldri
- Sjónvarpsmyndinni Lítil þúfa eftir Ágúst Guðmundsson? já já þegar stelpan varð ólétt
- Hennalitaða hárinu?nei, strákar muna ekki eftir hárlitun
- Sparimerkjagiftingunum?já
- Garbo, Austurstræti?já og Bonapartie eða hvað þetta hét, gott ef fermingarfötin mín voru ekki þaðan
- Herradeild PÓ ("Allt frá hatti oní skó, frá Herradeild PÓ")já ég held það að minnsta kosti
- Laufeyju í Grjótaþorpinu? (sem allar fullar stelpur á Halló pissuðu og grenjuðu hjá um helgar og kemur fyrir í laginu um Krókódílamanninn)nei eins og hún segir þá var það bara fyrir stelpur!
- Boltaís? (Ís í plastboltum sem mátti opna og loka, étinn með tréskeið)nei reyndar ekki en ég man eftir marglitu plastprikunum sem voru í frostpinnunum og hægt var að smíða heilu húsin úr
- Að kaupa gjaldeyri á svörtum? (þegar þetta er sagt er farið að tala um flugfreyjur sem seldu bjór á svörtum)já og ferðamannagjaldeyrinum
- "Veistu hvað Ljóminn..." með Ríó Tríó?(alltaf syngur einhver þann smjörlíkissöng og þá fer einhver annar að syngja "Í kolli mínum geymi ég gullið, sem gríp ég höndum tveim, svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim.")já og einn af þeim var bílstjóri í Breiðholtskjör þegar það var svona heimsendingarþjónusta
- Vísitölubrauðunum?já
- Hermannaskóm úr Vinnufatabúðinni á Hverfisgötu? Ha, var Vinnufatabúðin á Hverfisgötu
- Grænmetismarkaðinum á Lækjartorgi? (Þar mátti sjá Björk Guðmundsdóttur og Þór Eldon gefa hvort öðru gulrætur)hmmm
- Mensu? (þar mátti sjá Björk Guðmundsdóttur selja handunnar ævintýrabækur eftir sjálfa sig) nei
- Bobbingum? (fengust þeir kannski bara í Ásmundarbakaríi og mjólkurbúðum í Hafnarfirði?)nei, fengust held ég ekki í bakaríinu á Leirubakka
- Stefáni frá Möðrudal?já
- Hressingarskálanum áður en Vala Matt var ráðin til að rústa honum eftir fyrirmynd Kaffi Viktor í Kaupmannahöfn og nafninu var breytt í Café Hressó? (þar voru servitrísur í alvöru búningum með litlar hvítar svuntur)já
- Útimarkaðinum á Lækjartorgi? já, einu sinni í viku, undir rauðu tjaldi og það var einhvern veginn alltaf rok þegar þessi markaður var
- Skyndimyndum Templarasundi? (þokukenndar myndir úr vél þar sem kona stillti manni upp og setti peninginn í fyrir mann)já, amk man ég eftir skiltinu
- Jasmín? (Þangað gerðu menn sér ferðir víða að til að kaupa allt frá reykelsi og indverskum kjólum og uppí uppstoppaðar leðurblökur)já held það
- Þegar kúlupennar voru kallaði Bíró-pennar? (eftir einhverjum herra Bíró sem fann þá upp)já
- Þegar fólk fór í strætó frá Hafnarfirði til Reykjavíkur til þess eins að endurnýja happadrættismiða?nei bara ofan úr Breiðholti, ég þorði aldrei fyrir mitt litla líf upp í þessa dularfullu Hafnarfjarðarstrætóa
- Körfukjúklingi? (þótti algjört hámark matargerðarlistarinnar)Er ekki viss um að þessi toppur matargerðarlistarinnar hafi náð upp í Breiðholt
- Orobrons brúnkupillunum? (appelsínugult fólk, Heiðar snyrtir fremstur í flokki) já þeir sem voru heppnir urðu appelsínugulir en þeir sem voru óheppnir urðu flekkóttir
- Útsýnarkvöldunum á Sögu? (hvað var það eiginlega?)nei hvað var það eiginlega?
- Sædýrasafninu?já
- Hreyfilistartvíburunum Hauki og Herði?hmmm ekki viss
- Els Comediants á Listahátíð? nei ekki viss
- Versluninni Flónni og Gerði sem rak hana?já, báðum
- Miðbæjarmarkaðinum Aðalstræti? já líklega
- Silla og Valda búðinni þar sem nú er Jón Forseti og var Fógetinn? já líklega líka
- FUS - gallabuxum (eða Lee Cooper, sá einar svoleiðis í Flóamarkaði Hjálpræðishersins) já a.m.k. Lee Cooper
- Torginu, Austurstræti. "Department Store" sem Sambandið sáluga rak. já og man eftir að hafa næstum verið tekinn fastur í þinghúsinu í USA fyrir að halda á poka þaðan. Leit líklega út fyrir að vera frá Rauða Torginu!
Og til viðbótar þá man ég eftir
- Líterskók í glerflösku með skrúfuðum tappa
- Strætó sem gekk á korteri
- Vasatölvu sem gekk fyrir "alvöru" battaríum og var með stöfum sem lýstu
- "tíugírahjólunum" sem allir keyptu eitt sumarið
- Millet úlpum
- Tommahamborgurum sem var eini hamborgarastðurinn á öll landinu
- D14 og Villta tryllta Villa
- Kolbeinshaus
Wednesday, June 23, 2004
Mikið óskaplega var ég slappur
En komst nú samt alveg í mark.
Sit núna í vellystingum praktulega og er að reyna að gæða mér á allt of heitri grillsteik og sötra tékkneskt eðalöl með. Já er þetta ekki bara dejligt? Verst að maður þarf víst í vinnu eftir svona rúma 8 klukkutíma aftur!
Verst að bloggerskepnan vildi ekki senda þennan póst þannig að ég veit ekkert hvunær hann puðrast út á netið. Líklega samt einhvern tíman ef einhver annar en ég er að lesa þetta!
Síðan ef mér leiðist og nenni ekki að fara að sofa þá get ég alltaf farið að horfa á fótboltann í sjónvarpinu. Þetta er ekki amalegt. Ég get valið á milli tveggja rása. Á annarri er verið að endursýna leik Hollendinga og Letta komnar svona 10 mínútur af leiknum og staðan 0-0. Sem sagt æsispennandi. Síðan get ég stillt á Sýn. Þar er merkilegt nokk verið að sýna Letta að keppa við Hollendinga. Þar er reyndar fyrri hálfleikur að verða búinn og staðan orðin 2-0 fyrir Hollendinga.
Já ég verð nú bara að segja: Lengi lifi fjölbreytnin!
Undarlegt síðan að maður skuli ekki nenna að fara að sofa. Orðinn dauðþreyttur. Nenni ekki heldur að fara að veltast uppúr dögginni. Þó ég hafi reyndar tröllatrú bæði á lækningamætti og óskunaráhrifum þess. Það er líka rigning, reyndar þá ætti döggin að vera sýnu meiri.
Ekki skil ég nú sjálfan mig...
... en einhvern veginn er ég of auðplataður. Vandræðaskáldið hringdi í mig og narraði mig eða eiginlega okkur báða til að taka þátt í dularfullu almenningshlaupi kennt við Jónsmessu og miðja nótt en hefst nú samt bara klukkan níu. Eða það held ég.
Við förum nú reyndar bara einhverja vesæla fimm kólómetra en mér finnst það nú samt eiginlega alveg nóg!
Önnur línuskautaæfing og horfði loksins á leik
Ég verð að gera ægilega játningu. Ég horfði á leik á þessu portúgalna fótboltamóti. Reyndar ekki nema svona hálfan leik þ.e. einn hálfleik og var hálf sofandi yfir helmingnum af honum. En ég verð að játa að ég fylgdist pínulítið með þessu. Þetta er kannski ekkert svo slæmt eftir allt saman. Bara svona 200 sinnum meira en góðu hófi gegnir.
Fór síðan á aðra línuskautaæfingu og held að ég sé bara allur að koma til í þessu aftur. Kom líka við hjá Ralldigiggni sem tók upp á því að verða lasin. Ekkert sniðugt en batnar vonandi sem fyrst. Ætla helst að heimsækja sjúklinginn aftur á morgun. Maður gerir sér ekki alltaf grein fyrir hvað maður á gott að vera með almennilega heilsu og geta gert það sem manni sýnist!
Tuesday, June 22, 2004
Þetta er ekki einleikið með sjónvarpið mitt
Fyrir svona viku tók ég eftir að sjónvarpið mitt var eitthvað bilað því það var alltaf verið að sýna einhvern fótboltaleik í því. Ég slökkti bara og kveikti síðan aftur eftir svina tvo klukkutíma í von um að þetta mynd eitthvað skána en nei það var ekki.
Núna hefur þetta ágerst all verulega. Þegar það er ekki verið að sýna fótbolta þá eru einhverjir kastljósþættir þar sem verið er að tala um hver sólaði hvern flottast, hver var rekinn útaf og hver hefði átt að vera rekinn út af.
Núna áðan datt mér í hug að bilunin gæti verið eitthvað rásarbundin. En nei það var ekki. Það var verið að sýna Sviss að keppa við Frakkland og merkilegt nokk það var bæði á RUV og SÝN. Og það sem var undarlegast er að það var verið að sýna sömu leikjarskömmina fyrr um kvöldið á SÝN. Ég verð eiginlega að játa að ég er hálf klumsa yfir þessu. Ég held að ég hefði ekki nógu mikið hugmyndaflug fyrir ömurlegt sjónvarpsefni til að láta mér detta í hug að sýna sama leikinn tvisar á einu kvöldi og hafa mest megnis umræðuþætti um leikina á milli þeirra. Kunna mennirnir ekki að skammast sín? Við erum látin borga fyrir þetta og getum ekki sagt þessum ósköpum upp.
Ég var síðan að hugsa um að prófa að setja vídeóspólu í tækið en ég þori það eiginlega ekki. Óttast all verilega að það sé verið að sýna einhvern æsispennandi leik á milli Búlgaríu og Möltu.
En ég þarf svo sem ekki að kvarta. Veðrið var upp á töluvert marga fiska í dag og ég drusslaðist loksins til að koma mér á línuskauta aftur.
Einhverjir sem lesa þetta vita eitthvað um línuskautaraunir mínar sem felast aðallega í því að ég endurnýjaði skautana mína síðasta haust fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Nýju skautarnir sem áttu sko að vera alveg rosalega mikið alvöru dæmi. Næst dýrustu Rollerblade skautarnir sem fengust í Útilíf minnir mig. Næsta gerð fyrir ofan var úr einvherju geimfaraefni. En þessir eðalskautar sem ég fékk mér þarna reyndust síðan vera eitthvað hið mesta drasl sem ég hef nokkurn tíman sett á mína fætur. Það var svo mikið af tæknifítusum í þeim að ég var í 10 mínútur að koma þeim á mig. Síðan fór fljótlega einhver takki að standa á sér og var ég þá líka 10 mínýutur að komast úr þeim minnir mig. Síðan í vor einhvern tíman þá brotnaði einhver draslplastfítustakki og þar með gafst ég eiginlga upp. Reyndar var mér sagt að ég gæti komið í Útilíf og látið gera við þá en ég var eiginlega búinn að missa allan áhuga á því að nota þetta óbermmi. Endaði á því að taka dekkin bara undan þeim og setja undir gömlu Crazy Creek skautana og er núna kominn á þá. Og hvílíkur munur. Þýt bar áfram og er að fá eitthvað af örygginu sem gufaði upp eins og dögg fyrir sólu með Rollerblade draslinu.
Var síðan aðeins að hugsa
Hvenær er aftur allsberaveltisérdaggarnóttin?
Núna eru sko sumarsólstöður og veðrið sýnist mér er svo upplagt. Væri kannski best að skella sér bara núna. En það virkar líklega ekkert fyrr en hin eina og sanna Jónsmessunótt rennur upp. Verst að það á að vera orðið svo kalt þá held ég. En maður verður bara að bíta á jaxlinn því það getur kostað fórnir að geta óskað sér þess sem maður vill
Friday, June 18, 2004
Ágætur sautjándi
Fékk þessa stórgóðu hugmynd í gær að bjóða famiglíunni í eitthvað sem gæti heitið Bröns. Þ.e. sambland af morgunmat og hádegismat. Þessi útlensku matarorð í íslensku fara annars alltaf í taugarnar á mér því þau minna mig á eitthvað snobb þegar gamlar frænkur eru að tala um einhver fín matarboð og þurfa að tala um kvöldmatarboð sem einhvern "dinner".
En þetta var fínt eftir að einhver kom. Með fjálglegum lýsingum á kræsingunum tókst mér meira að segja að draga hana systur mína fáááársjúúúka niður í sollinn í miðbænum. Enda var ölli til tjaldað, danskri skinku, eðalpaté, sultum, eggjum, brauðum, ferskum ananas, ávöxtum og bara nefndu það.
Snilldin var síðan að með þessu þá tókst mömmunni loksins að komast niður í bæ fyrir hádegi og skoða þessar kransaserimoníur og meirasegja hlusta á hann Davíð. Ekki slæmt það. Og þó, kannski.
Annars er verst að pabbinn er á spítala en kemst væntanlega heim á morgun.
Annars fannst mér þetta sautjándaveður ekki alveg eins og til stóð. Helvítis kuldabál í sólinni.
Monday, June 14, 2004
Sjónvarpið mitt er ónýtt
Það er ekkert nema fótbolti í því og það er búið að vera þannig síðan um helgina einnvern tíman. Veit einhver hvur ósköpin eru að gerast?
Annars....
Fór í þrusugóðan labbitúr upp á Fimmvörðuháls í góðaveðrinu um síðustu helgi. Held að það hafi ekki verið einn þurr þráður á mér þegar ég kom niður!
Grillið var samt fínt en nokkuð rólegt í mörkinni. Bara eitt partý og bara eitt partýtjald og því lauk rétt fyrir fjögur þegar ég fór að sofa!
Sjá nánar hér.
Friday, June 11, 2004
Vá hvað ég var kúúúúl!
Fór í bæinn áðan og fékk alltíeinu þessa frábæru hugmynd að kaupa mér svona sólgleraugnadót framan á gleraugun. Passaði reyndar ekki alveg en kostaði samt alveg hroðalega mikið. Og hvað mar varð kúl. Sko, ef ég væri ekki svona upptekinn af því dags daglega að líta út fyrir að vera gáfaður og þurfa þess vegna að vera með gleraugu með glæru gleri, þá myndi ég sko alltaf vera með sólglerugu. Mar verður svo suddalega kúl með svoleis.
Var annars bara að fara á Kaffitár eða eitthvað en það tók svo langan tíma að grægja gleraugun að það var útséð með að komast þangað fyrir lokun. Fór þess vegna bara á Súfistann en verð að segja að þeir kunna þetta ekki alveg þar.
Lenti síðan í lifandi auglýsingu í stiganum þarna í Máli og menningu.
"Heyrðu .... Þú átt sko að fara upp á Skólavörðustíg þar sem Sparisjóðurinn er. Og þar er basar og þú átt að skoða allt sem er þar og kaupa svo bara það sem þér finnst flottast"
Ég gerði auðvitað eins og fyrir mig var lagt en fanst reyndar ekkert vera flottast á basarnum þannig að ég kom tómhentur til baka. En ég var megakúl með sólgleraugun dinglandi framan á hinum gleraugunum!
Thursday, June 10, 2004
Það trúir enginn hvað ég gerði núna
Eða kannski það hefði enginn trúað þessu upp á mig. Reyndar er mér trúandi til alls.
Ég fór nefnilega á sona hópeflisfíflagang áðan og júbbs, það var danskennsla. En það var sko enginn venjulegur samkvæmisdans, diskó eða línudans. Hvað þá tangó eða svoleis. Nei.
Núna er ég útskrifuð magadansmær með falleiknunn.
Ég eyddi sem sagt hluta kvöldsins í að iðka mjög svo eggjandi magadans undir styrkri leiðsögn úkklenskrar magadansmeyjar. Jábbs. Ég veit annars ekki alveg af hverju en af einhverjum undarlegum ástæðum fékk ég sérstakt hrós. Held reyndar að það hafi verið út af því að fíflagangurinn í mér var eiginlega kominn út yfir öll velsæmismörk í þessu. Nei ég meina reyndar ekkert svoleis. Ég var nú alveg ágætlega velsæmislega klæddur og hagaði mér alveg ef einhver er að hugsa einhvern dónaskap. En sem sagt þetta var fyndið á meðan á því stóð. Annars mæli ég ekki með að heyja frumraun sína í magadansi eftir að hafa étið hálft annað indverkst kjúklingalamb eins og ég var búinn að gera.
Er annars að fara yfirum af stressi. Allt of mikið að gera í vinnunni og alls staðar.
Er núna á leiðinni upp á Gólanhæðir til að sækja tjaldskömmina sem ég ætla að hýrast í í ausandi rigningu austur í Þórsmörk um helgina. Eftir að hafa þrammað 5vörðuhálsinn ógurlega.
Ef einhver vill skoða hann í beinni símabloggútsentingu þá verður það hægt hér.
Maðurinn með ljáinn
Nei það er enginn dauður svo ég viti til og vonandi ekki feigur heldur. Mér finnst það bara tíðindum sæta að það var slegið við Laugaveg 136 í dag og það með orfi og ljá. Ég veit hvorki hvenær var slegið seinast með öðru en búrnhníf eða skærum við Laugaveg 136 né heldur hvenær síðast var slegið með gamlidags orfi og ljá við Laugaveginn yfir höfuð.
Ég er nú reyndar ekkert að stæra mig af frammistöðunni. Ef einhver kannast við brandarann um sláttumanninn sem sagðist vera besti sláttumaður í heimi þá þyrfti ég að vera mun hraðlygnari en hann. En fyrir þá sem ekki vita þá var brandarinn einhvern veginn svona:
Það kom einu sinni vinnumaður á bæ einn og réði sig sem sláttumann. Sagðist vera besti sláttumaður landsins og geta slegið stóra engið á einum degi. Bóndinn vildi nú fá að sannreyna það og tók vinnumanninn á orðinu. Nú, vinnumaðurinn sló lengi dags end undir kvöld tilkynnti hann bóndanum að slætti væri lokið.
Bóndinn vildi nú fá að sjá þessi ósköp og athuga hvort alemnnilega hefði verið slegið. Fljótlega kemur bóndi auga á blett sem virðist alveg hafa gleymst og spyr vinnumanninn hverju þetta sæti. Já, sagði vinnumaðurinn. Það er sko þarna sem ég missti sveindóminn og því get ég ekki með nokkru móti slegið þennan blett. Já, bóndinn varð að viðurkenna að þetta var nokkuð góð ástæða og lét sér vel lynda. Rétt hjá kom bóndinn að öðrum óslegnum bletti og spurði hverju hann sætti. Ja, sagði vinnumaður. Þarna stóð sko mamma hennar og fylgdist með. Nú, sagði bóndinn. Það er frekar undarlegt og hvað sagði sú gamla eiginlega? Ja, sagði vinnumaður. Hún sagði nú eiginlega bara "me".
En þessi skröksaga hefði sem sagt alls ekki duagð mér fyrir allan þann fjölda brúska sem eftir standa á hinum agnarsmáa grasbletti Laugavegar 136.
Monday, June 07, 2004
Well, ekki dauður enn
Það munaði samt ekki miklu þarna í hinnu mishæðóttu Danmörku. Þeir sem halda að Danmörk sé allt ein flatneskja hafa líklega ekki hjólað á Fjóni. Hvað þá á Jótlandi sem ég hef heyrt að sé enn krumpaðra. Þetta eru annars ekki miklar krumpur þarna, ekki nein fellingafjöll heldur frekar svona eins og fallegar broshrukkur í kringum augun sem segja bara að viðkomandi sé skemmtilegur. Það er nefnilega bara ágætt að þurfa að hjóla í lággír upp á einn 50 m hól ef maður getur alltaf jafnharðan sprett úr spori niður af honuma aftur.
Og þeir sem halda að það sé alltaf logn í útlöndum vita heldur ekki mikið í sinn haus. Það er enginn tilviljun að vindmyllan var fundin upp í Danmörku. En reyndar eru hjólaleiðirnar þar hannaðar öfugt við vindmyllurnar. Myllurnar snúa upp í vindinn en stígarnir undan vindi. Það er fátt ljúfara en að líða áfram á fjallafáknum á 35 km hraða óg vera þá bara inni í vindhviðunni.
En þetta var sem sagt bara fínt. Fór eitthvað um 500 km held ég. Á reyndar eftir að skoða nýjustu tölur á hraðamælinum. Er sólbrenndur og stungubitinn eða var það sólbrúnn og ætur?
Þegar eða ef ég hef tíma þá kemur einhern tíman herjarinnar ferðasaga. Reyndar mun ég eitthvað svíkjast um myndasýningu því við vorum svo uppteknir af að hjóla að það varð ekkert mikið um myndatökur.
Einhver msta undrun ferðarinnar var síðan að lesa í Mogganum í flugvélinni á leiðinni heim að Órg hefðiekki skrifað undir lögin. Kom a.m.k. mér á óvart.