Tuesday, January 06, 2004

Víðáttuflott í World Class


Skildi loksins orðið víðáttuflott þýðir í raun og veru þegar ég kom í víðáttuna í World Class. Ég verð eiginlega að játa að ég vissi ekki að það væru til svona mörg hlaupabretti í öllum heiminum. Fór í nýju fínu hlaupaskónum mínum og fannst ég vera alveg rosalega kúl. Sem ég er þarna sæll og glaður þá fór ég að furða mig á því hvað svitalyktin af mér var eitthvað orðin skrýtin. Einhver aukaþefur af henni einhver ferlegur fnykur. Hafði og fór að furða mig á þessu undarlega ískri..... o-ó var ekki sólinn á ´nýju fínu hlaupaskónum mínum að bráðna af núningi við reimina sem snérist án afláts á meðan ég þóttist standa við hliðina á reiminni og vera að laga heyrnatólin mín. Þetta kennir mér kannski að maður á að hlaupa á þessum brettum en ekki standa þar bara eins og auli. Í kaupbæti fékk ég síðan nýtt svakaflott far á nýju fínu hlaupaskóna mína. Ekki slæmt að þeir séu strax orðnir vanir!

En víðáttan var mikil og allt svo stórt eins og í Texas. Hlaupabrettin óteljandi, önnur æfingatæki næstum því jafn mörg, búningsklefarnir heilt völundarhús. Meira að segja vatnið í sturtunni var meira en í öðrum sturtum sem ég hef farið í. Fegnastur er ég samt að hafa ekki fundið vigtina. Reikna með að hún hefði í stíl við annað sýnt allt of mörg kíló helvítið á henni.

En ég kem einhvern tíman aftur!

No comments: