Einhvers konar ég, eftir Þráinn Bertelsson
Miklu skemmtilegri aflestrar en Höfuðskepnurnar hennar Þórunnar sem ég reyndar gafst bara upp á að lesa. Það gerðist ekkert í henni!
Enda var ég ekki nema einn dag að klára Þráinn þegar ég tók mig til, með kvef og vesöld einn laugardag.
Það sem mér fannst annars undarlegast við þessa lífsreynslubók Þráins er að hann hafi ekki séð lík fyrr en 1994 þegar mamma hans dó og hann orðinn fimmtugur. Eftirminnilegasta líkið sem ég hef séð var einnig það fyrsta en það var einhver eldri maður sem varð bráðkvaddur í Máli og menningu þegar ég var að versla afmælisgjöf handa Hlyni vini mínum úr FB.
No comments:
Post a Comment