Æji, ég veit ekkert hvað ég á segja
Mér líður í bloggheimum aðeins eins og fyrsta viðmælanda mínum í spjallforriti. Var þegar ég var vann hjá Ráðgarði fyrir margtlöngu. Votum búin að tengja saman allar tölvurnar í helarinnar Windows 3.11 net og þóttumst vera svaka góðir. Sáum svo að að var eitthvað popup forrit þarna til að skiptast á skilaboðum. og samtalið var svona:
GHG: Hæ sérðu þetta?
ERS: Já
GHG: [eftir langa þögn] æji ég veit ekkert hvað ég á að segja
Lengra varð það ekki þar sem við fórum báðir að hlæja enda var hann í næsta herbergi við mig. En þetta var í þá gömlu góðu daga þegar ég þekkti ekki orðið Internet en var samt álitiinn tölvugúrú á mínum vinnustað. Núna þekki ég Internet en er ekki lengur álitinn tölvugúrú á vinnustaðnum. Enda hefur þetta allt saman breyst. Ég, internetið og vinnustaðurinn. Og af þessu þrennu ég kannski minnst. En ég er nú bara að bulla þetta af því að mér dettur ekkert í hug að segja!
Ég gæti reyndar alveg bloggað aðeins um "ættarmótið" sem ég fór á um helgina en þar komu saman afkomendur hans afa míns. Það þótti tími til kominn að fólkið myndi hittast án þess að um jarðarför væri að ræða enda sumir hættir að heilsasta á götu þrátt fyrir allan skyldleikann. Þetta var bara sniðugt!
Síðan gæti ég bloggað smá um námskeiðið sem ég var á áðan og á að tryggja það að ég klúðri ekki hlutunum þegar ég fer að kaupa mér íbúð. Ætti kannski bara að fara að drífa mig í því. Skildi samt ekkert í því að Ásta hefði ekki verið þarna að halda þetta námskeið þar sem hún er örugglega svalasti fasteignasalinn í bænum... eða a.m.k. sá ferskasti / nýjasti eða eitthvað. Eða er hún kannski bara að ganga frá einhverjum pappírum þarna á Remax. Hvað veit ég en hún ræður líklega öllu þarna ef ég þekki hana rétt!
Nú og svo gæti ég bloggað um þessa ömurlegu vanish sápuauglýsngu sem var í sjónvarpinu. En nei þarf þess ekki þar sem ég bjargaði því með að ýta á CD og play og hef núna Guðmund Ingólfsson í eyrunum að fara hamförum. Eða er þetta kannski bara minningar eitthvað um hann. Man það ekki en er svaka fínt.
Nú og svo mætti náttúrlega blogga um ísinn sem ég var rétt í þessu að klára eða kannski frekar alla kílómetrana sem ég þarf að skokkast áfram á morgun til að reka ísgrömmin aftur í burtu.
Nú eða kannski ég bloggi eitthvað um fjallaferðirnar sem eru að komast á prjónana. En nei það á auðvitað ekki að blogga um eitthvað sem á eftir að gera heldur eitthvað sem er búið að gera. Óttalegt bull er þetta. Verði ykkur bara að góðu.
En kannski ætti ég að blogga eitthvað um hjólatíkina góðu. En eiginlega nenni ég því ekki. Íslensk pólitík er eiginlega of mikill sandkassi til að ég nenni að gefa henni blogg pláss núna. Annars skammast ég mín dálítið fyrir að hafa ekki bloggað neitt um Hannes rithöfund og þó ég er nú eiginlega frekar stoltur af því að hafa ekki verið að bulla um það.
Það má síðan alveg sko koma með komment og óskir um hvers konar bull verði bloggað. Nú nema ég bara hætti þessu. Kannski tími til kominn eftir heilt ár í bloggi. Ég var annars einhvern tíman að hugsa um að fara að hóta því að hætta að blogga en þorði það ekki. Því sko þetta virkar yfirleitt þannig að fólk hótar að´hætta að blogga, hættir í smá tíma en svo fer alltaf einhver að setja inn komment að að megi ekkert hætta. Og ef ég myndi svona hóta að hætta og Stína væri með kvef eða eitthvað þá myndi kannski enginn kommenta neitt á bloggið og biðja mig um að halda áfram. Kannski ætti ég að fara að gera eins og Ármann J gerði. Þ.e. bara loka blogginu þegjandi og hljóðalaust og bíða svo eftir að einhver auli fari að þykjast vera ég. Og ef ég er ekki nógu frægur til að neinn fari að þykjast vera ég þá gæti ég bara sjálfur þóst vera ég eða einhver annar. Nei annars þetta var dáltið langsótt, jafnvel á minn mælikvarða.
Ég held reyndar að það sé komið yfirdrifið nóg af bulli í bili hjá mér hérna núna en ég mátti til því ég var að sjá á teljaranum mínum að það væri einhver að skoða hvort það ætti ekki að koma neitt þarna inn. Það les þetta sem sagt einhver mér til mikillar undrunar og gleði!
No comments:
Post a Comment