Wednesday, January 28, 2004

Geisp og gap


Fór á sviguskíði í kvöld. Svigaði um alla brekkuna og datt ekki nema einu sinni á hausinn eða eiginlega ekki einu sinni það þar sem ég datt bara á hliðina. Var svaka kúl eins og sjá má!
En mikið svakalega fannst mér að skíðaskórnir mínir hefðu minnkað mikið nú eða lappirnar á mér stækkað!

Á heimleiðinni uppgötvaði undarlegustu verðlagningu sem ég hef nokkru sinni séð á Subway. Þar er hægt að kaupa gos í glasi og eru glösin í þremur stærðum. Eins og lög gera ráð fyrir þá kostar minnsta glasið minnst en það stærsta mest. En það sem er undarlega er að maður fær frýja áfyllingu eins oft og manni sýnist. Maður borgar sem sagt meira fyrir að fá bara stærra glas og þurfa þá að fara sjaldnar til að fylla á. Kjánalegt. Til að fullkomna rugglið þá þurfti ég að kaupa mið-stærð af "glasi" til að nýta einhvern undarlegan miða afslátt sem tíðkast þarna. En þessi verðlagning er kannski leiðin að þvi að verða ógeðlislega ríkur sem ég hef nýlega frétt að eigandinn sé orðinn all verilega.

Jæja en eftir svona skíðaferð, geisp og gap - vér erum syfjaðir!

No comments: