Tuesday, January 06, 2004

Nú skal sko tekið á því


Brá fyrir mig betri fætinum í dag eða eiginlega báðum fótunum og lét gera gæðaúttekt á bífunum á mér (eða eru það býfur?).

Fór í svona hátæknilega göngugreiningu þar sem niðurstaðan var sú að ég væri bara með svona venjulegar lappir og alveg ágætar. Þar fór sem sagt ein af afsökununum mínum fyrir að vera lélegur hlaupari. Fyrir þessar niðurstöður átti ég svo að borga heilar 15 hundruð krónur (sem ég reyndar steingleymdi að borga og enginn mundi eftir að rukka mig um - ætti kannski að fara á eftir og borga þetta) en það sem dýrkeyptara er að skórnir sem ku vera sérhannaðir fyrir mína skanka heita Asics eitthvað Keyano eða eitthvað þaðan af verra og kosta heila 16 þúsundkalla í Útilífi. Fór beit þangað og var næstum búinn að kaupa skó hálfu númeri of lilta en sá að mér sem betur fer. Held að ég muni nota jólagjafapeningana mína í þetta að einhverju leyti - enda komst ég að því að Útilíf selur ekki alvöru skíði eins og mig langar í heldur bara eitthvað Rossignlol dót.

Síðan verður sko tekið á því á næstu vikum og mánuðum í Laugardalnum!

No comments: