Tuesday, January 13, 2004

Mannbroddahlaup


Er bara nokkuð stoltur af sjálfum mér. Fór á föstudaginn og kaupti hlauparabrodda hjá skósmiðnum í H68. Búinn að fara núna tvisvar í hádeginu að hlaupa niðri í Laugardal. Þetta er megafínt að skruna um dalinn ísilagðann þokkalega öruggur á gaddanælontúttunum. Held að ég taki mig bara vel út. Verst að þeir eru ekki alveg heilir yfir hlaupaskónum því þá liti ég út fyrir að vera á klassískum gúmmískóm eða því sem mín ástkæra systir kallar alltaf túttur án frekari útskýringa. Myndi svo fullkomna það meistaraverk með gráyrjóttum úllarsokkum og lopipeysu. Túttur eða gúmmískór, það hefur reyndar lengi verið þrætuepli a.m.k. alveg síðan systirin kaupti sér gúmmískó í einhverri reisunni fyrir margtlöngu út á landsbyggðina. Sjálfur hélt ég nú reyndar að túttur væri annað hvort dekk á stórum jeppum eða eitthvað annars á henni sjálfri elskunni.

En ég er bara sáttur við hlaupaafrekin enn sem komið er en meira má ef duga skal ef ég ætla að vera kominn í almennilegt form fyrir fjallaþrekraunir vetrarsins sem voru skipulagðar á Hlemmi.is á laugardaginn var. Reyndar ef ég bregð mér inn í hið víðáttuflotta WorldClass í Laugardal þá verð ég undir eins yfir mig sáttur með allan minn árangur því það er sama hvern maður horfir á útþaninn á vædskrín sjónvörpunum þar, sjálfur verður maður alltaf mjór eins og strá við hliðina á þeim ósköpum.

Jæja en líklega best að fara að sofa. Búinn loksins að fara yfir prófið sem ég er búinn að hafa á heilanum síðan í desember og ekki seinna vænna en að skila þessu af sér á morgun, annars fer ég að fá skömm í hattinn Til hamingju með það, ég sjálfur og nemendurnir ekki síst.

Já og btw Ralldiggnur, til hamingju!!!

No comments: