Thursday, January 15, 2004

Er orðinn staðfest B týpa


Ég held að ég verði að fara að játa mig syfjaðan æ ég meina sigraðan.

Ég bara kann ekki að fara snemma að sofa lengur. Skil ekki hvað er að manni að vera grútsyfjaður í vinnunni, ná ekki meðvitund fyrr en eftir svona fimm bolla af sterkasta kaffinu á þriðju hæðinni. Vera áfram syfjaður fram eftir degi og hugsa um það eitt að núna ætli maður sko að fara snemma að sofa. Vera samt svona nokkurn veginn orðinn ágætur þegar maður kemu heim. Ef ekki þá dottar maður aðeins yfir fréttunum í sjónvarpinu en síðan.... þá loksins vaknar maður.

Náði annars því afreki að koma jólatrénu úr stofunni og út í tunnu, held að þetta sé þjóðsaga að maður þurfi að vökva þessar trjálufsur svo mikið. Það var fullt af barri eftir þó tréð (valið af kostgæfni rauðgreni sem er eitthvert barróheldnasta jólatré sem hægt er að hugsa sér). Reyndar skal ég játa að töluvert af barrinu var komið á gólfið. Tókst svo að taka niður megnið af mínum mörg hundruð jólaljósum þannig að þetta er allt að koma hjá mér.

En fylgifiskurinn varð sá að ég komst ekki inn í the matrix fyrr en klukkan var að verða tvö eftir miðnætti.

Og til að kóróna þetta þá dreymdi mig tómar matraðir hálfa nóttina. Reyndar ekkert alvarlegt en samt einhverjir undarlegir draumar um flóð, jarðskjálfta, skriðuföl og eitthvað enn verra sem mér hefur tekist að gleyma. Annars undarlegur andskoti með mann að líklega man maður aðallega martraðirnar sem mann dreymir því einhvern tíman las ég eða heyrði að maður man mest lítið eftir draumunum nema maður vakni áður en draumurinn er búinn. Og það eru helst martraðir sem maður vaknar uppúr með andfælum.
Góðu draumarnir láta mann bara sofa vært áfram.

Útópískur draumur minn um að fara í world class fyrir vinnu var að sjálf sögðu löngu farinn fyrir bý og markmiðið einungis sett á það að komast í vinnuna á skikkanlegum tíma!

Ég held að þetta staðfesti það að ég sé orðinn A týpa... æ ég meina auðvitað svona B týpa (þetta var til marks um ástand mitt)

PS
Ef einhver veit um námskeið sem kennir manni hvernig á að fara að því að sofna snemma, vinsamlegast hafið samband strax

No comments: