Kvef og vesöld
Var kominn með kvef og vesöld í gærkvöldi. Var reyndar eitthvað asnalegur allan daginn og þorði ekki að hlaupa úti í hádeginu. Skakklappaðist þess vegna innandyra í Laugaparadísinni. Fékk reyndar þann úrskurð að hlaupalagið minnti helst á gamlan dráttarklár sem brokkar þyngslalega heim á leið en þó án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því.
Fór annars í leikhús í vikunni að sjá Chicago. Fór svona aðallega þar sem ég á áskriftarkort enda er ég enginn sérstakur aðdáandi söngleikja. Fannst þetta hálf þreytt fyrir hlé en skánaði mikið eftir hlé. Kannski af því að ég hafði vit á að fá mér einn öllara í hléinu
No comments:
Post a Comment