Wednesday, January 07, 2004

Skaup um danska tindáta


Það vakti óneitanlega mikla aðdáun mína þegar Danir brugðust skjótt við og sendu öflugt herlið til styrjaldarinnar í Írak, já alveg heilan kafbát. Háðu danir þar stórkostlegt kafbátastríð, við sjálfa sig aðallega geri ég ráð fyrír því að öðru leyti fór stríði fram í einhverjum eyðimörkum og í skársta falli (þ.e. hvað við kemur kafbátum) einhverjum 50 manna hafnarborgum.

Núna hafa einhverjar gagnrýnisraddir vaknað hjá Dönunum um það að þeir séu ekkert að taka þátt í neinum alvöru bardögum þarna (enda kannski ekki furða þar sem stríðinu lauk á fyrri hluta síðasta árs minnir mig) en nú eru danirnir sagðir komnir útúr kafbátnum sínum en lifi praktulega einhvers staðar í einhverum Edensgarði. Danski generállinn Niels-Jörgen Quist, hafnar þessum ásökunum með öllu, sem staðleysu. "Dönsku hermennirnir, sem sendir voru til Íraks 12. október sl. hafa ferðast um 160.000 kílómetra, gert 314 vopn upptæk og handtekið sextíu og fimm manns," segir generállinn.

Það getur varla verið erfitt að gera skaup í Danmörku um þennan óláns her sem barðist í eyðimörkinni með kafbáti og tók svo virkan þátt í sríðinu (les leit að Saddam og gereyðingarvopnum) með því að marsera heila 160.000 kólómetra og fann einhverja arma þrjóta til að taka fasta á nær 2.500 kílómetra fresti (það er ekkert mikið lengra frá Íslandi til Danmerkur) en takið eftir því fann byssur á stangli mun oftar. Hver er svo að halda því fram að þetta sé ekki vel heppnað stríð þetta er náttúrlega ótvírætt merki um gereyðingarvopn, þessir 314 hólkar sem þeir dönsku hafa náð.

Nánar má lesa um þessa skemmtisögu í Mogganum sem lýgur ekki nú frekar en fyrri dagin!

No comments: