Wednesday, January 21, 2004

Hreystimannabrautin í WC rokkar


Ég aumur er búinn að finna öflugasta líkamsræktartækið í gjörvallri líkamsræktarflórunni í henni Reykjavík og það er hreystimannabrautin í Laugum í Laugardal á vegum Reykjavíkurborgar og WorldClass.

Það jafnast nefnilega ekkert á það að hlaupa þarna í WorldClass í vernduðu umherfi umvafinn ofvöxnum sjónvörpum og íturvöxnum snótum hvert sem litið er, lyfta síðan pínulítið þangað til maður áttar sig á því að maður er ennþá jafn aumur og maður hefur alltaf verið, teygja smá en skellla sér svo í sund.

Þá nefnilega alveg að óvörum tekur við hreystimannabrautin. Hún er hin glæsilegasta á að líta. Fyrst gengur maður upp stiga til að komast upp úr jörðinni eins og hinar moldvörpurnar. Þegar upp er komið áttar maður sig á því að það er frost úti og einhver ótrúlegr vindur sem maður vissi ekkert af. Síðan er þeta hvíta mjúka allsráðandi og það breytist jafnvel í þetta glæra harða. Hvort tveggja alveg dásamlega kalt. Síðan er arkað af stað á hreystimannabrautinni ísilagðri. Þegar maður heldur að hún sé að vera búin kemur maður að umferðargötu þar sem stundum aka um vörbílar (a.m.k. þá reikna ég með því að það sé tilgangur umferðargötunnar). Umferðargatan er að sjálfsögðu malborin til að auka á hreystitilfinninguna sem umlykur mann þegar maður arkar þetta. Síðan þegar seinni hlutanum er lokið kemur maður að grunnu lauginni. Þeir sem ráða ekki fyllilega við verkefnið þurfa að ylja sér aðeins í henni en þeir sem eru hraustir og ráða við verkefnið þeir arka áfram eins og ekkert hafi í skorist og komast loks ofan í heitapottinn. Þeir sem hafa náð fullum tökum á verkefninu og öðlast hina fullkomnu hreysti þeir halda hins vegar áfram skella sér út í laugina og synda þar eins og einn kílómeter áður en farið er að huga að hnum heitu pottum. Síðan er bakaleiðin jafn unaðsleg og hreystimannagangan í laugina.

Um daginn þá gleymdi ég handklæðinu mínu þegar ég fór þarna en það kom síðan ekkert að sök því ég var eiginlega orðinn skraufþurr þegar ég kom til baka frá lauginni. Hreystimannabrautin sá fyrir því.

Loks er vert að geta þess að hann Björn vinur allra góðra manna í WorldClass er búin að setja upp próf við enda hreystimannabrautarinnar. Það er augnskanni. Þeir sem geta ekki horft í þar til gert tæki með sínu eðlilega augnatilliti þeir þurfa bara að halda áfram að éta það sem úti frýs þarna á hreystimannabrautinni.

Loks loks má líka geta þess að það getur verið alveg einstakt skemmtiatriði að vera í verndaða umhverfinu inni í WorlcClass og horfa út um gluggann á þá sem eru á hreystimannabrautinni. Sérstaklega þá sem ráð alls ekki við þetta og skæklast áfram píndir af kulda og grjótskurðarsársauka.

Nei ég held að eftir að hafa vanið komur mínar þarna á hreystimannabrautina þá geti ég í næstu fjallaferðum bara skilið allar neopren vaðgrægjur eftir heima og vaðið bara berfættur eins og sönnum hreystimennum sæmir!!!

Annars það eina sem ég verð að lýsa algjöru frati á þarna í WC er fjárans vogin. Hún sýnir bara einfaldlega of mikið!



No comments: