Monday, January 19, 2004

Auli sem kann ekki að leggja


Mikið svaðalega geta sumir farið í mínar fínu taugar. Það er einhver auli sem venur komur sínar í WorldClass í hádeginu þegar ég fer þangað og kann ekki meiri mannasiði en svo að hann þarf alltaf leggja þversum yfir göngustíginn sem ég og aðrir svalir nota til að skokka um Dalinn okkur til heilsubótar.



Þessi drússla er búin að var þarna í dag og líka a.m.k. einu sinni í síðustu viku. Sumir kunna sig einfaldlega ekki.

No comments: