Snilld dagsins er tonlist.is
Þetta er náttúrlega hreinasta snilld að geta bara hlustað á alla CD útgefna íslenska tónlist sem fyrirfinnst. Get fundið alls konar sktrýtna og skemmtilega mússik þarna inni. Er núna t.d. að hlusta á diskinn "Í kjól úr vatni" sem Klakki flytur! Nei á ekki von á að margir kannist við hann enda hef ég alltaf haft frekar undarlegan tónlistarsmekk.
Reydnar finnst mér frekar dýrt að ætla að kaupa sér tónlist til eignar þarna. Hver lag á hundrað kall og ekki í fullkomnum hljómgæðum, a.m.k. ekki ISO9000! En þetta er snjallt samt verð ég að segja.
No comments:
Post a Comment