Sunday, January 11, 2004

Allt að gerast


Sem ég var á leiðinni heim úr búðinni á laugardaginn með einhverjar súrar skonsur í plastpoka sá ég þá ekki að það var verið að opna nýja sýningu á gallerí hlemmi. En það var sko ekki einhver sýning heldur Rósu sýning með hennar stórbrotna eyrnapinnalistaverk!

Skoðaði helling og blaðraði reyndar við Pá og Rósmund mun meira og sötraði hvítvín með. Fín sýning og seinasti séns að skoða gallerí Hlemm í bili sá ég einhver staðar.

Annars skammt stórra högga á milli þar sem það var árlegt nýársvinnudjamm á föstudeginum og svo gamlaskólagengispartý á laugardeginum. Þar sem ég uppgötvaði það að Kristín Aldís er ekkert annað en listamaður. Já þið skuluð sko muna nafnið, það á örugglega eftir að heyrast einhvern tíman aftur!

No comments: