Friday, October 31, 2003

Skondin nöfn á glæpófyrirtækjum
Hvað gæti maður ímyndað sér að væri meginstarfsemi fyrirtækjanna Blíðu, Snopppu og Ber-víkur sem voru í fréttum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Einhvern veginn eitthvað vafasamara en útgerð á fiskiskipum.

Thursday, October 30, 2003

Ég hlýt að elska kulda
Eða hvaða aðra ástæðu er hægt að hugsa sér fyrir því að ég ákvað að fara gangandi í vinnuna í morgun og gefa bílnum bara frí. Kalt og hressandi!

Og nei, bíllinn minn var ekki bilaður! ;-)

Wednesday, October 29, 2003

hjálp ég er farinn að halda að ég sé kominn með svona átröskun
Endalaus umræða um fólk sem hugsar um það eitt að borða, hvort það sé of þungt og síðan hvort það sé ekki snilld að æla matnum!

Sko. Ég át þrefaldan skammt af svikinni ýsu í hádeginu í gær hjá Tobba [nei, þið gikkir fáið ekki að vita hvað svikin ýsa er...].

Síðan mallaði ég mér kjúkling um kvöldið heima hjá mér og var búinn að vera hálfan daginn að upphugsa einhverjar snilldiarleiðir til að malla hann. Jú það tókst og ég át hann eða svona eitthað af honum. Síðan var laggst í alls konar svall með pizzasnúðum, kexi, kaffi, kóki, kexi, osti, sultu og bara nefna það, nammi manni nammi mann!!!

Nú síðan í morgun þá var auðvitað kúfaður diskur af dýsætri súrmjólk [er ekki annars yfsylon í dýsætur?] með ennþá sætara súkkulaði múslí ofaná [svona eins og Ralldiggnur litla systir segir að sé sælgæti og nafna hennar át í öll mál þangað til það kláraðist].

Og svo áður en ég gat komist út að skokka í hádeginu [ja, sko, skokkið er til að koma í veg fyrir að ég verði eins og tunna] þá varð ég að fá mér smá hnetur og pizzasnúð. Maginn var bara að deyja úr hungri. Síðan á meðan ég skokkaði þá var hugsað endalaust um þessi þrjú grænmetisbuff sem ég ætlaði að gófla í mig um leið og ég kæmi aftur í vinnuna ég. Sem reyndar brást all hrapalega því það var bara eitt vesælt buff eftir handa mér þegar ég mætti en ég át það þá bara með þeim mun meira offorsi í staðinn. Rop.

Og núna er ég að verða vittlaus af tilhugsuninni um allar leyfarnar sem ég ætla að troða í mig á eftir þegar ég kem heim!


Það eina held ég sem vantar í þetta hjá mér er ælan og að ég verði svona hroðalega mjór eins og þetta átröskunarlið er. Vona bara að ég verði það ekki því ég heyrði síðan líka að þeir kk sem fengju þetta yrðu yfirleitt samkynhneigðir um leið!

Tuesday, October 28, 2003

Ísland og utanríkisstefnan og Færeyjar
Stundum fyrirverð ég mig fyrir að vera þegn hins íslenska ríkis. Þegar vinir okkar færeysku vilja fá að vera alvöru á meðal Norðurlandanna og nýlenduherrarnir dönsku taka það auðvitað ekki í mál, þá birtist framsækin íslensk utanríkisstefna okkar Íslendinga í því að ráðamenn okkar lýsa yfir að þetta sé bara mál Dana og Færeyinga. Við eigum ekkert að vera að blanda okkur í sjálfstæðismál annarra þjóða.

Ég verð eiginleg að játa að ég er ekki alveg að skilja þetta. Til hvers erum við með utanríkisstefnu, ráðherra og hvað þetta allt saman er ef ekki til að hjálpa okkar næstu nágrönnum í sinni sjálfstæðisbaráttu. Er það gæfulegra að við séum að skipta okkur af stríði óðra manna í Írak frekar en að rétta Færeyingum hjálparhönd? Mér er spurn.

Ég held að ég muni ekki nema eftir tveimur tilvikum að íslenska lýðveldið hafi tekið ábyrga framsækna afstöðu í utanríkismálum. Annars vegar í þorskastrínum og svo hins vegar þegar við vorum að hjálpa Eystrasaltsríkjunum við að fá sjálfstæði. Fyrir hvort tveggja held ég að hróður okkar hafi aukist verulega þó það hafi gusta dálítið á meðan á því stóð. Ég held að afstaða okkar núna í þessu máli muni ekki auka hróður okkar mikið. Reyndar ekki frekar en afstaða okkar gagnvart Írak en það er reyndar allt önnur Ella.

En þar sem ég er farinn að blogga um utanríkismál þá stenst ég ekki mátið. þegar Kaninn á vellinum var að seja upp einhverjum hálfum öðrum hellingi af íslendingum í vinnu hjá sér þá heyrði ég útundan mér í fréttunum að einhver framámaður íslenskur þarna suður frá var spurður hvort við íslendingar þyrftum ekki að fara að byggja bara upp einhverja atvinnu þarna sjálfir frekar en að treysta bara á Kanann og jú, framámaðurinn játti því og játaði þar með (að mínu mati) að hann sem framámaður hefði hingað til eingöngu gengið fram í því að við gætum haft sem allra mest út úr Kanagreyjunum sem eru búin að vera þarna í meira en hálfa öld til að verja lýðræðið!

Sunday, October 26, 2003

Óvissuferð
Já ég fór víst í einhverja óvussuferð sem er ekkert svo óviss lengur. Fyrir þá sem vilja vita þá var hún einhvern veginn svona:

Það var farið upp í rútu sem innihélt helling af bjór.

Rútan keyrði austur fyrir Fjall og þar fórum við á hestbak hjá Eldhestum.

Átum samlokur og drukkum bjór.

Sungum Öxar við ána.

Fórum í sund á Hótle Örk og fengum okkur kampavín úr stórum plastglösum.

Fengum okkur snaffs og fórum svo upp í Bláfjöll.

Fengum kynstrin öll af pizzum og drukkum bjór, rauðvín og kók með.

Gátum ekki fengið kalda vatnið til að virka í skálanum.

Drukkum meiri bjór og fórum í smíða og saumaleiki.

Sumir urðu dáltið fullir

Hittum á rútuna aftur sem keyrði okkur í bæinn.

Sumir enduðu á Jensen en aðrir bara einhvers staðar annars staðar og að lokum vonandi allir heima hjá sér.

Held að þetta hafi bara verið ágætlega heppnað þó við hefðum nú hvorki notað teppi né kodda svona almennt.

Thursday, October 23, 2003

Snilld dagsins
Á internetinu er babelfish. Þýðingargrægja sem virkar þannig að maður getur skilið hin undarlegustu tungumál.

En snilld dagsins í eyrunum á mér er "Todo sobre mi madre" úr Almadovar myndinni. Útleggst á Ensku skv. babelfish sem: "Everything on my mother" en heitir líklega á ensku í alvörunni: "All About My Mother".

Og fyrir þá sem hafa ekki séð myndina þá er hún svona "must see" sem væri sko á íslensku "verð að sjá" eða þá á spænskunni: "debe ver" skv. babelfish sko.

Wednesday, October 22, 2003

Greindarskertir ökumenn
Einhvern tíman heyrði ég það að það hefði verið gerð könnun sem sýndi fram á fylgni milli greindar og notkunar á stefnuljósum. Því minna sem ökumenn noti stefnuljós þeim mun minni greind hafi þeir.

Mér datt þetta bara í hug þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun og ég áttaði mig á því hve ofboðslega greindarskertir íslenskir ökumenn eru yfirleitt. Það ætti kannski að hafa almennt greindarpróf sem hluta af ökuprófinu. Kannski þannig að þeir sem ná ekki greind 50 fái ekki að keyra....

Tuesday, October 21, 2003

Óvissuferð
Mér var sagt einhvern tíman fyrir langalöngu að ég myndi aldrei fá að skipuleggja óvissuferð. Og í öllu falli ef ég myndi fara að skipta mér af slíku þá myndi enginn þora að mæta. Vona að það verði ekki raunin þar sem ég er að skipuleggja óvissuferð fyrir starfsmannafélagið núna um helgina. Reyndar bölvað ólán að það er komið svo langt fram á haustið að það verður dálítið erfitt að fara í klettaklifrið í Esjunni í kolniðamyrkri. Nei bara grín ... við verðum með vasaljós þannig að það verður ekkert myrkur.

Væri annars dáltið sniðugt að kjafta öllu um hvað verður gert hérna á bloggsíðunni. Myndi þá sýna mér hver það er eiginlega í vinnunni minni sem les þetta!

En annars, ef einhver lumar á góðri hugmynd um hvað ætti að gera þá væri náttúrlega eitursnjallt að lauma henni til mín!

Monday, October 20, 2003

Reiðir ökumenn
úr dagbók lögreglunnar

Síðdegis á föstudag sá lögregla til manns sem var mjög æstur, öskraði að ökumanni bifreiðar sem þar var, barði á rúður hennar, sparkaði í bílhurðina og hrækti á rúðuna. Að lokum fór hann í bíl sinn, náði í appelsínu og henti henni í bílrúðu fyrrnefndu bifreiðarinnar. Þegar grennslast var fyrir um háttalag mannsins kom í ljós að reiði hans var tilkomin vegna ógætilegs akstur ökumannsins. Að þessu tilefni vill lögregla benda ökumönnum á að gæta varúðar og stillingar í umferðinni.

Sunday, October 19, 2003

Fór í sveitina mína um helgina

Nei ekki alveg hættur að blogga, bara næstum því...


Ætlaði nú eiginlega að fara í spurningakeppni Skýrr sem er alltaf hin besta skemmtun en ég smitaðist af hinni skelfilegu félagsdeyfð sem er að ganga hjá þeim sem eru að vinna þarna í kringum mig og fór hvergi.

Fór þess í stað austur um sveitir með brója mínum og sinntum við skógræktarstörfum við músahúsið okkar. Sáum reyndar enga mús í eigin persónu inni í húsinu en svona smá klór hafði bæst við síðan síðast. Auk þess bankaði eitt músartetur uppá seint um kvöld og krafðist inngöngu. Taldi það líklega algjört svindl að við sætum þarna tveir einir að kræsingum allt kvöldið úðandi í okkur bananasplitti með rjóma og herlegheitum.

En þetta var allt saman bara helvíti fínt svo ég grípi til kjarnyrtar íslensku. Reyndar var veðrið í gær ekki jafn gott og ég hafði vonað, hálfgerður þræsingur miðað við blíðuna sem við höfðum átt von á en samt svo sem ágætt.

Höfðum reynar bara ætlað að vera fram á laugardagskvöld en þegar það var komið myrkru, við farnir að grilla og hugurinn farinn að snúast um steik, rauðvín og bananasplitt þá var einhvern veginn alveg út í hött að fara að æða í bæinn.

Höfðum það þægilegt í sveitinni í staðinn og tókum skák sem að sjálfsögðu ég vann. Ja kannski ekki báðar þar sem ég klúðraði þeirri fyrri í þráskák eftir að vera búinn að drepa flesta kallana hans.

Annars bar það til tíðinda í síðustu viku að ég vann í raunvínshappdrættinu í vinnunni hjá mér. Reyndar bara aukavinning en samt, kom út með gróða!

Tuesday, October 14, 2003

Fiskur í matinn í mötuneytinu í dag
Á ekki von á að ýsan frá í þarseinustu viku hafi yngst hjá honum þannig að ég panta bara pizzu....
Enn ein vonbrigðin eða þannig, ég sem hélt að ég væri einhverfur
Nei er það líklegast bara ekkert svo mikið. Tók svona test á einhverri vefsíðu og fékk 12 einhverfu stig og rétt slefaði í að vera í meðalflokki. Karlkynsverur eru annars að meðaltali 17 en konuverur 15 minnir mig.

Annars þá er þetta kannski mikið því ég sá þessi hér (ja sko Herdís fellibylur) tók svona próf líka og fékk ekki nema þrjú einhverfu stig. Hún hlýtur að hafa svindlað!

Annars er einhverfa ekkert skemmtileg og þeir sem Þjást af henni fá skilst mér eitthvað yfir 30 stig á þessu prófi, sem er annars hundlangt og ég get varla mælt með því hvaþþá meira.

Monday, October 13, 2003

Enn ein vonbrigðin eða þannig, ég sem hélt að ég væri einhverfur
Nei er það líklegast bara ekkert svo mikið. Tók svona test á einhverri vefsíðu og fékk 12 einhverfu stig og rétt slefaði í að vera í meðalflokki. Karlkynsverur eru annars að meðaltali 17 en konuverur 15 minnir mig.

Annars þá er þetta kannski mikið því ég sá þessi hér tók svona próf líka og fékk ekki nema þrjú einhverfu stig. Hún hlýtur að hafa svindlað!

Annars er einhverfa ekkert skemmtileg og þeir sem Þjást af henni fá skilst mér eitthvað yfir 30 stig á þessu prófi, sem er annars hundlangt og ég get varla mælt með því hvaþþá meira.
Hundraðatriðalistaæðið
Stórúndarlegt. Það var snjallt fyrir hálfu ári að gera svona 100 atriða lista af því að Stína gerði það. En núna líklega af því að Katrín gerði svona lista þá er allt í einu komið eitthvert stórundarlegt æði fyrir þessu.

Þetta æði er annars dáltið sniðugt. Sá t.d. á 100 atriðialistanum hennar þessarar að líklegast þekki ég hana því við útskriðumst á sama tíma frá FB. Hmm hún fékk verðlaun í dönsku og var ólétt... hlýt að geta rifjað upp hver hún er!
Hver er munurinn á pepperoni og gömlu bjúga?
Fyrir ógisslega mörgum árum gekk einhver kjaftasaga að Tommahamborgarar (já fyrir ykkur fædd eftir 1980 þá var það fyrsti og aðal hamborgarastaðurinn í gamladaga) væru einhver stærsti kaupandi að hrossaketi á Íslandi. Auðvitað út af því að þeir væru ekki að nota ammilegt naut í hamborgarana heldur bara gamla hesta.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér áðan þegar ég var að borða Devitos pizzu með pepperoni. Ég held að þeir séu ekki með pepperoni á pizzunum sínum heldur gamalt bjúga og til að bæta gráu ofan á svart þá var þetta á bragðið eins og hrossabjúga! Ógeðið gekk eiginlega svo langt að ég endaði á því að skafa "pepperoníið" ofan af pizzunni til að geta komið seinustu bitunum ofan í mig, eftir að hafa fengið algjört ógeð en ennþá hálf svangur. Skil ekki hvaðan öll þessi matarlyst kemur í magann á mér.....
Þetta flokkast líklegast sem aumingjalegt aumingjablogg

Sweet Dreams
"Sweet Dreams" (by Eurythmics)
Sweet dreams are made of this
Who am I to disagree?
Travel the world and the seven seas
Everybody's looking for something
Some of them want to use you
Some of them want to get used by you
Some of them want to abuse you
Some of them want to be abused


Which 80's Song Fits You?
brought to you by Quizilla

Annars auðvitað eftirhermt frá Stínu trendsetter, ég meina sumir hafa bara áhrif á netinu en aðrir ekki.

Og merkilegt nokk kannski bara ágætt að þetta er amk lag sem ég þekki. Verst annars að mig bráðvantar diska með Eurythmics, á bara gamla vinil diska svona svarta stóra en engan svona plattaþeyti til að hlusta á þá. Er annars spurning hvort maður ætti kannski að gerast almennilega gamladags og nostalgískur og fá sér grammifón. Veit annars ekki hvort það er alminlega kúl....

En annars, held að þetta sleppi nú kannski fyrir horn og teljist ekki aumingjablogg. Eða a.m.k. ekki aumingjalegt aumingjablogg.

Nei ég var ekki að spyrja þig... en ok þú mátt samt svara.

Og ef þú ætlar að taka þetta til þín þá nei, ég var ekki að meina þig. Annars..... hmmmmmmm eiginlega bara engann!

Amen

Thursday, October 09, 2003

Kárahnúkar - minn ekki alveg að skilja þetta
Í einu og sama fréttatímanum fær maður fyrst að heyra að utanríkisráðherrann okkar líti ástandið á Kárahnúkasvæðinu svo alvarlegum augum að hann hafi gert það að milliríkamáli þegar hann var að heimsækja kollega sinn á Ítalíu. En máfíósarnir á Ítalíu hafi lofað því að uppfylla alla samninga þannig að þetta sé allt í lukkunnar velstandi og ráðherrann okkar ráði sér vart fyrir kæti.

Síðan fær masvo fær maður að heyra að verkakallarnir þar uppfrá hafi farið í setuverkfall vegna slæms aðbúnaðar sem lýsi sér helst í því að þeim sé kalt á fótunum. Það er því brugðið á það ráð að kaupa 300 ullarsokka handa þeim og þá verða allir glaðir á ný. Reyndar kom líka uppúr kafinu að verkfallið var víst allt saman með fulli samþykki Impregilo.

Svo er bætt við að logsuðumennirnir á Kárahnúkum ætli ekki að logsjóða án hlífðargleraugna nema svona eina viku í viðbót. Ef þeir fái ekki hlífðargleraugu þá séu þeir bara hættir. Vonandi ekki orðnir blindir líka.

Og það al undarlegasta er að fyrr í vikunni heyrði ég krónprins þeirra framsóknarmanna lýsa því yfir að þetta sé allt saman í góðu lagi og allar reglur um vinnuvernd séu uppfylltar í hvívetna!

Ég verð að játa það að ég er einhvern veginn ekki rétt innréttaður til að geta skilið þetta. Einhvern veginn þá hélt ég að ullarsokkaverkföll væru nítjándualdar fyrirbæri sem hefði verið aflagt um þarseinustu aldamót!
Elfitt
Stundum er bara eins og allt sé ekki eins og það á að vera.
Fór í sund í hádeginu og auðvitað var aðaltilangurinn að skokka áður.
Gleymdi hlaupabrókinni heima. Var hálfnaður að skipa um föt þegar ég fattaði þetta (hálfnaður að skipta um föt þýðir að maður er kominn úr fötunum sem maður var í sko en á eftir að fara í fötin sem maður ætlar í). Þurfti þá að fara heim og sækja brókina (úr því að ég var ákveðinn í að halda þessum skokktúr til streitu).

Fann ekki sokkana mína til að hlaupa í þegar ég kom í seinna skiptið.

Það var skítkalt og ég hljóp skíthægt en að öðru leyti var þetta bara fínn hlaupatúr.

Var næstum dottinn á hausinn þegar ég var á leiðinni ofan í sundlaugina.

Nýju sundgleraugun láku eins og ég veit ekki hvað.

Vigtin í sundlauginni sýndi ekki þá tölu sem ég vildi sjá.

Rak hausinn utan einhvern ólánsbita þegar ég var að klæða mig aftur í og var nálægt því að steinrotast.
En annars er þetta allt saman ágætt......... eða þannig.......

Monday, October 06, 2003

Stundum verð ég svaðalega glaður
Yfir því hvað sumir eru eitthvað viljugir að setja komment við færslurnar mínar. Ég er svo glaður núna að ég þarf eiginlega ekkert að blogga lengur sjálfur því kommentin gætu bara dugað ein og sér!

Ég hef síðan orðið aðeins var við að sumir blogga undir undarlegum dulnefnum eins og ..., einhver og dáin systir. Veit reyndar nokkurn veginn hvernir sumir af þessum leynigestum eru en hef ekki guðmund um aðra. Það eina sem ég ætla af veikum mætti að banna er að fólk fari að senda inn komment undir nöfnum einhverra annarra. Og þá btw, Snatamyndin og Kalli Bjarna í kommentakerfinu eru eiginlega fráteknar. Skal bæta við fleirum mjög fljótlega fyrir fasta kommentapenna!

En svo þarf maður að koma prívatbloggfærslum á framfæri s.s. eins og þegar Ragga biður sérstaklega að heilsa Gústa, bjargvættinum sínum.....

hmmm ætli það komi einhver spennandi komment á þessa færslu, hvur veit.
Verður líklega að blogga þar sem maður er ekki í neinni yfirlýstri bloggpásu. Annars gæti fólk farið að halda að það sé eitthvað að!
Gæti t.d. bloggað fullt um golfmótið sem ég gerðist kylfusveinn í á föstudaginn en ætla bara að vísa á myndina sem ég tók þar og skellti á fotologgið mitt. Annars var þetta ekkert venjulegt golfmót heldur hin sérstæða bændaglíma og gengdi ég eiginlega frekar hlutverki áfengissveins heldur en kylfusveins. Fannst annars ekkert mikið til þessa golfs koma enda vann ekki einu sinni rétta liðið, þannig að þetta var tómt rugl.

Gæti líka bloggað um allt djammið sem fylgdi á eftir á Pleiers eða allan hausverkinn sem kom daginn eftir en er að hugsa um að sleppa því. Látum ímyndunaraflið bara ráða för.

Thursday, October 02, 2003

Hey, vitleysingar sem ég vinn með
Stína biður að heilsa ykkur öllum!
Það eru að minnsta kosti veit ég einhverjir ykkar sem eru að stelast til að lesta þetta!
Ekki tókst mér nú að vera lengi í bloggpásu
Enda engin ástæða til að leggjast í eymd og volæði og ég er reyndar ekki lengur viss um að ég geri alla hluti vitlaust eða bara vitlausa hluti. T.d. held ég að fiskigrauturinn sem ég bauð sjókonuekklinum honum karli föður mínum uppá og systur líka (minni systur sko) hafi verið hrein snilld. það er að minnsta kosti enginn búinn að fá í magann ennþá. Að minnsta kosti ekkert rosalega mikið. Að minnsta kosti ekki ég.

Annars undarlegt að mér sýnist að það hafi bara verið vel í meðallagi traffík á síðunnu minni síðan ég lýsti yfir bloggpásu. Spurning hvað gerist núna. Og ekki síður eftir að ég verð búinn að blogga um æfintýri bændaglímunnar þar sem ég er sko genginn til liðs við lang besta liðið, Lubbu og Ernina [... Laufey og Ernirnir þannig að Google geti fundið þetta ... ] !!! Animal farm hvað???

Reyndar fæ ég líklega ekkert að golfa heldur bara vera svona burðardýr en það er örugglega bara miklu betrara!

Annars var ég að sjá að það voru einhverjir tómir óvinir að skoða síðuna mína því langvinsælasta leitarorðið í dag er búið að vera "Fríða og dýrin". Allt tómir lúserar sem eru að skoða síðuna mína hmmmmm.........