Wednesday, July 27, 2011

Akureyri

Tjaldið og jetboil nýþveginn eftir kaffiuppáhellingu morgunsins

Kominn og búinn að vera heila nótt á Akureyri. Tókst að tjalda nýja fína útsölutjaldinu mínu án þess að þurfa að grípa til neyðarúrræðisins RTFM. Tók ekki lengri tíma en svo að það komst upp áður en allt varð blautt. Reyndar þá tjaldaði ég á góðkunnum stað undir trjánum á Akureyrartjaldstæðinu.

Fyrst hélt hún Elva fyrir mér vöku en hún þurfti endilega að tala hátt og snjallt við kærastann sinn eða einhvern frá klukkan 11 til klukkan 12. Svo þegar ég vaknaði þá þurftu líklegast einhjverjir bæjarstarfsmenn endilega að fara að slá hér allt um kring. Geta þeir á Akureyri ekki verið eins og þeir í henni Reykjavík að vera bara húðlatir og slá ekki nema einu sinni eða tvisvar yfir sumarið? ... kannski er líka bara slegiði hér einu sinni eða tvisvar en það þurfti bara endilega að vera í dat. Best að forða sér hið snarasta því þeire gætu komið aftir að slá á morgun!

Ventó er yfirfullur af drasli, ramfagnskælibox á gólfinu í framsætinu að nota rafmagnið úr sígarettukveikjaranum, myndavélin í sætinu, kortakassar og ferðabókakassar í aftursætinu og eitthvað dót. Einn bívak, tvö tjöld, einangrunardýna, loftdýna og vindsæng í skottinu. Líka tveir prímusar, panna, spaði og efni til að baka skonsur, búa til pressukönnukaffi og mokkakönnuexpressókaffi, tvær gerðir af súkklulaði ofan á brauð og skonsur og svo mætti lengi áfram telja.

Svo trjónir hjól á toppnum, sem næstum því fauk af á leiðinni upp á Öxnadalsheiðina, Skagafjörðurinn ætlaði greinilega að halda fast í mig.

Samt þá sýnist mér að eitt og annað hafi gleymst og það þurfi í smá verslunarleiðangur á Akureyrinni!

Annars þá lýsi ég yfir ánægju með tjaldið sem Katrín seldi mér og ég lýsi yfir ánægju með þennann 3G pung sem ég er að nota en ég lýsi yfir frati á vindsængina sem hélt ekki lofti fyrstu nóttina sína. Ég hlýt eiginlega að hafa klúðrað því að loka tappagatinu almennilega!

No comments: