Wednesday, July 20, 2011
Nýja myndavélin og peysan heldur áfram
Ekki búinn að vera jafn duglegur og ráð var fyrir gert. Þessi prjónaskapur ætlar að endast eitthvað. Eins og vejulega þá kom stopp þegar kom að því að skrúfa ermarnar á bolinn. Það er nákvæmlega þá sem maður verður að vita hvað peysan á að vera síð og hvað ermarnar eiga að vera langar. Þurfti reyndar að taka ákvörðun um hvort önnur ermin yrði lengd eða hin stytt nema ég myndi sarga aðeins af öðrum handleggnum á mér. þar sem hnykillinn var búinn á styttri erminni og því örlítið vesen að fara að lengja hana og mér leist ekkert á persónulega skurðarðgerð þá var lengri ermin stytt örlítið. Peysan endar líklega á að verða eitthvað síðari en flestar aðrar sem ég hef gert og líklega með örlítið styttri ermar. Eða í öllu falli ekki lengri ermar.
En myndin að ofan. Þetta er víst fyrsta myndin mín á nýju Nikon D7000 myndavélina mína. Kemur bara nokkuð sterkt inn verð ég að segja!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment