Monday, August 01, 2011
Dagur númer ég veit varla lengur hvað í ferðalagi
Búinn að fara hjólandi inní Bleiksmýrardal og tjalda þar. Rétt áður en ég kom að gangnamannakofanum Bleik.
Búinn að hjóla lúdentsborgir þverar og endilangar á Mývatni og líka skoða stuðlaberg og hraunmyndarnir Seljahjallagils. Eiginlega búinn að hjóla yfir mig.
Í gær stóð svo til að fara upp á Kjöl. En datt í hug að keyra inn Bárðardal til að finna einhvern stað til að fá mér smá í svanginn. Svo datt mér í hug að skoða Aldeyjarfoss austan megin. Hann er flottari að vestan verðunni en það er flottar að tjalda austan við hann sbr. myndina að ofan.
Verst að það var dálítill halli á tjaldinu þar sem ég fann því stað. Og svo er þetta nú ekki mikið fjöldatjaldstæði því þrátt fyrir smæð tjaldsins þá var það hálft inni á göngustíg. En hann er nú ekki mikið genginn. Ekki sá ég hræðu þarna!
En ætli það sé ekki Kjölur á dagskránni núna!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment