Monday, July 18, 2011

Fellsmerkurferð önnur

15. til 17. júlí

Á áreyrum Hafursár við einn varnargarðinn
Gunni á áreyrum Hafursár við einn varnargarðinn

Það stóð til að fara aftur og það gerðum við. Núna var veðrði í henni Fellsmörk hið allra besta. Reyndar skýjað þegar við komum á föstudagskvöldi en það var komið brjálað sólskin eldsnemma um morguninn. Líklega þegar byrjað var að hringja í Gunna út af Múlakvíslinni. Leiðnin eitthvað að aukast en svo sem ekkert til að gera of mikið veður út af.

Skoðuðum varnargarðana sem hafa verið gerðir. Veit ekki hver gerði. Vegagerð eða Haraldur í Álftagróf. Stórgrýti af skornum skammti í þeim og farvegur þröngur þar sem Lambá og Hafursá mætast og áin nú þegar búin að éta töluvert úr garðinum. Í raun alveg óstjórnlegt hvað þessi á getur unnið mikið með efnið þarna á aurunum!

Skurðurinn mikli ekki mikill að sjá þar sem áin er búin að renna yfir hann og út úr honum fram og til baka. Er núna að mestu eða öllu leyti handan skurðarins. Ein smá sitra í skurðinum. Það verður spennandi að sjá hvernig þessu vindur fram en líklega snjallast fyrir okkur bræður að drífa alla efnisflutninga af sem við viljum hafa, áður en áin kemur aftur til baka og tekur vegarslóðana sem eru svo sem ekkert til að stæra sig af.

Af trjáplöntun má annars muna að í þessari ferð fór ég að sameina klettaklifur og gróðursetningu. Fórum með um 100 birkiplöntur upp að og upp í klettana. Verður gaman að sjá hvort og hvernig það plumar sig þar. Verður reyndar varla meira en eitthvað kjarr en gaman samt. Svo er líka hugmynd að koma einhverju niður fyrir ofan klettana. Birki á að þrífast eitthvað hærra en við erum þarna. Þetta er nú ekki neitt hálendi eins og Gunni komst að orði.

No comments: