Nei ekki þristur (Nikon D3) en þriðja digital SLR myndavélin sem ég eignast
Jæja... ég man ekki hvað kom fram um það í einhverju bloggi hjá mér en aðal myndavélin mín Nikon D200 hætti að mestu leyti að vilja stilla fókusinn þegar ég var að taka myndir þarna við Múlakvíslina. Eftir spekúlasjónir varð ekki ofan á að kaupa Nikon D300 eins og ég hafði ætlað mér heldur varð það D7000. Mér sýndist á einhverjum testum á Dpreview að D300s vélin væri ekki að skila þeim myndgæðum sem hún ætti að skila. Ákvað þess vegna að bíða eftir D400 sem kemur vonandi einhvern tíman en í millitíðinni eignaðist ég D7000 sem er kannski ekki alveg eins semi pro og D300 er en ætti að duga mér samt og er með heilan haug af megapxlum.
Núna á þriðjudagskvöldi er verið að gefa battaríinu fyrir hana dálitla orku og svo verður hún vígð á morgun. Gamla góða D200 sem er eðal fer hins vegar í viðgerð og svo jafnvel í sölu!
No comments:
Post a Comment