Sjöunda til níunda júlí tvöþúsundogellefu
Kokkurinn í Fellsmörkinni
Það var farið til Fellsmerkur, bræður báðir.
Veðrið átti að vera eitthvað með eindæmum gott en kannski einhverjar skúrir. Hver veit. það var í það minnsta lagt af stað í brakandi blíðu úr bænum. Á Selfossi vorum við búnir að kveðja sólskinið. Kominn í lopapeysu á Hvolsvelli eða var það kannski bara strax á Selfossi. Fór ekkert mikið úr lopapeysunni það sem eftir lifði ferðar nema þá helst til að skipta um lopapeysu og komast í einhverjra enn hlýrri. Enda fer einhvern vegin íslensk súld, íslensk lopapeysa, stígvél, ullarsokkar og 66°N galli alveg einstaklega vel saman. Manni líður að minnsta kosti vel í slíkri múnderíngu!
Það var reyndar ekkert svo rosalega kalt en en það var súld þegar við komum í Fellsmörk. Reyndar ekki rigning en það var komin rigning eða úði daginn eftir og var þannig allan daginn. Allt varð blautt sem gaf gott tækifærir til að gera súldarmyndaseríu. Hægt að smella á myndina að neðan til að fá seríuna upp.
Súldin
Svo um miðnættið hringdi síminn og friðurinn var eitthvað úti. Var það Hilmar sem vinnur með Gunna og var eitthvað að gerast með mælingar í Múlakvísl. Ég vissi nú svo sem ekki hvað þeim fór alveg á milli og fattaði ekki að stórtíðindi voru í nánd. Gunni reyndar ekki heldur því þá hefði hann ekki bara farið að sofa. Reyndar stóð til að við færum með mælingamanni sem myndi keyra austur og átttum við von á öðru símtali. En forlögin höguðu því þannig til að síminn var settur á stól og þar með úr sambndi. Ef hann hefði verið lagður upp á borð þá hefði hann verið í sambandi og við líklegast farið á staðinn og þá hugsanlega orðið vitni að því þegar brúna tók af Múlakvísinni. En meira um það í næstu færsslu.
Af Fellsmerkurferðinni er það frétt hins vegar að við vorum fram undir hádegi á laugardeginum í Fellsmörk og fórum þá burt. Vorum búnir að fá allar fréttir af því hvað hafði gerst um nóttina en gerðum svo sem ekki ráð fyrir að fá að skoða mikið. Almannavarnarbullurnar líklegast búnar að loka við Vík í Mýrdal og við að gerast brotamenn með að svo mikið sem ganga lengra. En meira um það í næstu færslu sem er væntanlega hér að ofan.
No comments:
Post a Comment