Frá hinum slysalega stað við Suðurgötuna. Ég kom hjólandi hjólastíginn frá vinstri og fór á ská yfir grasið og framdekkið kom að kantinum á gangstéttinni undir of litlu horni og það sprakk og allt fór í tóma klessu hjá mér.
Fór hjólandi á Rauðu eldingunni um Fossvogsdal og Nauthólsvík og alla leið út í Skerjafjörð. Fínn hraði, hélt næstum 30km/klst meðalhraða. Fór hjólandi líka meðfram norðurströnd Reykjavíkur og var á bakaleið að koma út á Suðurgötuna þegar ósköpin dundu yfir. Hafði reyndar lent í lífshættu fyrr í túrnum við Fossvoginn þegar hjólið skrikaði á hállri málningu á hjólastígnum. Sannkölluð slysagildra þar. En núna gat ég að mestu leyti sjálfum mér um kennt. Fór yfir gras til að þurfa ekki að taka vinkilbeygju sem hönnuðir hjólastíga í Reykjvaík eru annars mjög hrifnir af, fór á kant og þar stöðvaðist framdekkið, sprakk og ég hélt áfram á svona 20-30 km/klst hraða og lenti fyrir framan hjólið.Er með mar á vinstri síðu eða brákuð rifbein / brjóstkassa. Óttalegt klúður hjá mér. Hefði átt að stytta hjólatúrinn eins og ég hafði verið að hugsa um og fara heim til að fara að prjóna mér nýja lopapeysu. Ekki ósennilegt þá að það verði einhver prjónaskapur á næstunni þar sem spriklgetan er ekki of mikil akkurat núna! :-(
2 comments:
Sér eitthvað á Eldingunni?
Nei en framdekkið er ónýtt. Gjörðin í lagi.
Post a Comment