Wednesday, July 06, 2011

Að gera sér eitthvað til dundurs

Prjónaskapur

ERS_7027

Ég var ekkert að grínast með það í færslunni hér á undan að núna tæki prjónaskapur við hjá þeim hjólaslasaða. Ég er svo sem ekkert mikið slasaður og ætlaði að drífa í einni peysu hið snarasta. Hún er í bígerð skv. myndinni hér að ofan og verður með sama munstri og þessi hér að neðan nema bara í miklu skærari litum og væntanlega verður hún höfð heil en ekki rennd.

2010-21

Ég held ég hafi ekki áður bloggað svona um minn prjónaskap en kannski ætti maður bara að fara að koma úr felum með þetta undarlega áhugamál manns. Eða kannski ekkert svo undarlegt nema út af því að maður er nefnilega maður. Ég held reyndar að margir hafi nú getað lagt saman tvo og tvo [tvær og tvær handprjónaðar lopapeysur] og fengið út að ég gerði þetta sjálfur.

2 comments:

Herdis said...

assgoti er ég ánægð með þig! Ertu þá ekki líka á ravelry??

ers said...

Ravelry... ertu alveg frá þér... ég myndi aldrei þora að fara þangað!
;)