Tuesday, July 26, 2011

Einsamallur í ferðalag

jæja...


Þá fer maður að drattast af stað í ferðalag... einsamallur.

Veit ekki hvernig ég fíla það en er í það minnsta kosti með yfirdrifið nóg drasl með mér þannig að mér ætti ekki að leiðast hvað svo sem gerist í þessu ferðalagi!

En það er samt einhvern veginn held ég skemmtilegra að hafa einhvern með sér...

2 comments:

HT said...

Gætir reynt að bjarga því sem bjargað verður með puttalingum...

ers said...

Það er ekki nokkur leið nema þá með raunverulegum puttalingum, þ.e. svona fólki eins og er í putalandi.

Ventó yfirfullur af drasli, ramfagnskælibox á gólfinu í framsætinu að nota rafmagnið úr sígarettukveikjaranum, myndavélin í sætinu, kortakassar og ferðabókakassar í aftursætinu og eitthvað dót. Einn bívak, tvö tjöld, einangrunardýna, loftdýna og vindsæng í skottinu. Líka tveir prímusar, panna, spaði og efni til að baka skonsur, búa til pressukönnukaffi og mokkakönnuexpressókaffi, tvær gerðir af súkklulaði ofan á brauð og skonsur og svo mætti lengi áfram telja.

Svo trjónir hjól á toppnum, sem næstum því fauk af á leiðinni upp á Öxnadalsheiðina, Skagafjörðurinn ætlaði greinilega að halda fast í mig.

Samt þá sýnist mér að eitt og annað hafi gleymst og það þurfi í smá verslunarleiðangur á Akureyrinni!