Thursday, July 07, 2011

Slappelsi sem fer frekar illa saman

ERS_7042

Ég get nagað mig í handarbökin fyrir glannaskapinn á mánudaginn og það sem verra er að minn krankleiki fer allur mjög illa saman. Var ekki orðinn alveg góður af kvefinu frá lok maí og svo helltist eitthvað nefkvef líka yfir mig. Brákaður brjóstkassi og hóstar og hvað þá hnerrar fara frekar illa saman. Óttast að þetta kvef taki sér einhverja endanlega bólfestu lungunum á mér þar em ég get ekki hóstað af neinu viti.

Og nefrennslið og hnerrinn er ekkert of glæsilegur. Það sem ég reyndar er farinn að óttast er að ég sé kominn með bévítans frjókornaofnæmi. Vissi reyndar ekki til að það væri hægt að taka upp á slíku á gamals aldri en þetta lýsir sér einhvern veginnn þannig.

Var annars samt duglegur í gær og sló megnið af garðinum. Grillaði mér á eftir og tók nokkrar lensbaby myndir sbr. þessa að ofan og hina að neðan. Hitti Ólöfu og sagði henni að ég vildi skipta garðinum í tvennt út af Guttanum. Hún tók því nú bara fagnandi. þarf þá ekki að hafa samviskubit yfir því að hann sé skítandi í garðinn hjá mér. Fellsmörk reyndar á dagskrá núna fyrst seinna í dag en ætli það verði ekki girðingarvinna í garðinum í næstu viku.

Er síðan aðeins kominn af stað með verkefnið fyrir Vottun um spurningalista ISO 27001. Gengur bara ágætlega.

Já annars. Verslaði mér nokkur jarðfræðikort í gær. Ef hins vegar einhver veit hvar hægt er að nálgast jarðfræðikortin 1:250 þúsund sem Landmælingar gáfu út á sínum tíma þá mætti gjarnan benda mér á það. Fást ekki í kortabúðinni hjá IÐNÚ sem keypti annars allan lager Landmælingakortanna og ekki heldur í Bóksölu stúdenta sem IÐNÚ benti mér á.

ERS_7040

No comments: