Monday, July 04, 2005

Það var farið í sveitaferð

Það var farið í sveitaferð um helgina. Í Fellsmörkina fyrir þá sem eitthvað vita. Það stóð til að setja loksins nýjan glugga í 12 fermetra höllina okkar þar. Öðru nafni Músahúsið okkar ferlega.

Gunni - my brother
Gluggasmiðurinn Gunni bara nokkuð glaður með þetta

Gluggaísetningin gekk bara vel en ég hef dálitlar áhyggjur af að þetta leki allt saman. En hvað með það - hver er verri þó hann vökni... ja nema hann drukkni og það eru nú ekki neinar rosalega líkur á því þarna.

Svo voru nú líka pabburinn og mamman þarna og var eiginlega afmælisveisla þess fyrrnefnda þarna um kvöldið þar sem hann er alveg nýbúinn að eiga afmæli.

My mother
Mamman fylgdist með og lét sér nú bara fátt um finast

My father I
Pabbinn þurfti síðan að huga að einhverju dóti í kerrunni sinni. Og jú þarna liggur gamla gluggaboran!

Um kvöldið birtist síðan allt í einu þessi rosalega flotti regnbogi okkur til dýrðar og nýja glugganum til heiðurs. Ég dáðist að báðum (glugganum og regnboganum) um leið og ég lét myndavélina vaða á hann!
Me and the rainbow
Ég og regnboginn sko

Það var síðan eins gott að við kveiktum upp í kamínunni þar sem það varð svalt um kvöldið eða eins og ég komst að skrifelsi á staðnum:

"Það er hálf kalt og ég er eiginlega krókloppinn og það sést á skriftinni...
Það er verið að spá óveðri í fyrramálið og klukkan er að verða tvö. Gunni er að bursta í sér tönnurnar. Mér er kalt á höndunum og U2 er að spila í úbarpinu...
Og svo fer maður að sofa... þetta skal bloggast"



StoveÞað logaði glatt í kamínunni

Síðan varð nú ekkert úr þessu óveðri meira en einhver ein vindkviða um átta leytið um morguninn en samt skrönglaðist maður nú á lappir einhvern tíman tímanlega og kom sér í bæinn.

Þegar ég kom heim varð ég eitthvað svo hroðalega lúinn að ég lagðist bara í öllum fötunum upp í rúm og steinsofnaði eins og skot. Lá eins og heiladauður aumingi og dreymdi dularfullan draum um að einhver væri að koma inn til mín í gegnum strompinn alveg þangað til ég hrökk upp með andfælum við bara ekki neitt. Er síðan auðvitað vakandi núna ekkert syfjaður um miðja nótt ... já, ég er dálítið klikkaður!

No comments: