Ég fékk sko snilldarhugmynd í gær sem ég ætla að græða alveg ógeðslega á. Ég ætla í samkeppni við Landsvirkjun eða kannski frekar Orkuveituna.
Það er nefnilega þannig að maður þarf ekki að borga neitt meira fyrir kalda vatnið þó maður noti dálítið mikið af því. Og þá get ég bara skrúfað frá kaldavatninu á baðinu hjá mér og sett lítinn hverfil á kranann. Já maður er ekki vélaverkfræðingur og búinn að læra um þá Kaplan, Francis og Pelton fyrir ekki neitt. Eða heita þeir ekki það hverflarnir. Nei það veit auðvitað enginn.
En með þessu fæ ég auðvitað rafmagn í ljós og svona alls konar smálegt og svo auðvitað líka til að elda mat og já, það er auðvitað hægt að hita vatn sjálfur líka og ekki vitlaust þegar maður er kominn með nóg rafmagn sem er algjörlega ókeypis nema þetta fasta vatnsgjald.
Já og þá get ég bara hætt að kaupa rafmagn eða heitt vatn og spara alveg ógeðslega. Svo fæ ég mér bara aðeins stærra túrbínuhjól á baðherbergið og get þá farið að selja nágrönnunum rafmagn og hita. Já og auðvitað geta þeir líka fengið frá mér eitthvað af kaldavatninu sem mun renna ótæpilega í gegn hjá mér og geta þá bara sagt upp öllum samningum við Orkuveituna. Já og selt öllum hér í næsta nágrenni við mig og alveg upp í sveit! Mikið djöfull verð ég ógeðslega ríkur af þessu!
Eins gott að Orkuveitan sé líka í þessu rækjueldi sínu því hún mun þurfa að einbeita sér að því í framtíðinni ef hún ætlar að hafa eitthvað að gera!
Já annars... Hafið mig aðeins afsakaðan, ég þarf að finna til símanúmerið hjá Alcan og Alcóa og hvað þeir heita þarna þessir sem ég er að fara að gera samning við.
PS:
Gerið það svo fyrir mig að segja ekki nokkrum manni frá þessu því þá yrði allt ónýtt!
Gvöð hvað ég er glataður snillingur!
No comments:
Post a Comment