Sunday, July 31, 2005

Helgin bara flaug í burtu!

as fast as the wind
Að fljúga burt... hratt

Það átti að gera eitthvað mart og mikið um helgina. Var byrjað á shclux hjá Halla sem er hið mesta svall en grillið var reykt, sveitt, steikt og bara helvíti gott.

Svo átti að fara út í sveit að smíða meira inn í kofann þarna


The mouse of houses
Músahúsið


En það tókst ekki baun í bala þar sem bróðirinn sem ætlaði að koma með mér lenti allt í einu í flóði austur við Skaftá. Já, það er munur að vinna æfintýralega vinnu!

Thursday, July 28, 2005

mikið djöfulins

Er eitthvað hálf leiðinlegt í vinnunni þegar næstum allir eru í sumarfríi.

Er að hugsa um að taka mér þriggja mánaða sumarfrí næsta sumar og gerast argentískur indíáni ellegar kínverskur inúíti eða kannski bara geimfari.


....

Skrópasýki

Gerðist kærulaus í gær í góðaveðrinu enda spáð súld fyrir daginn í dag og skrópaði að minnsta kosti heilan klukkutíma. Það var annars erfitt að yfirgefa vinnustaðinn þar sem ég baðaði mig í sviðsljósi frægðarinnar fyrir myndina góðu.

Mikið ógisslega var gott veður. Fór hjólandi niður í bæ og keypti mér svo ógeðslegan hamborgara til að grilla á svölunum. Var grár, ljótur og slepjulegur og hélt áfram að vera linur og ógeðslegur alvea sama hvað ég steikti hann. Ojbara. Og ég átti fjóra svona. Ætlaði reyndar bara að henda hinum þremur en svo var hann ekki jafn ógeðislega vondur á bragðið og ég hafði átt von á. En ojbara samt.

Fór svo í einhvern misheppnaðan myndatökubíltúr upp í Hvalfjörð en það var samt bara gaman.


....

Wednesday, July 27, 2005

Já minn bara dáltið ánægður með þetta

No words needed
Myndadrusslan mín vann nefnilega, sbr þetta hér



....

Tuesday, July 26, 2005

Lítill bloggtími

Ég á við það vandamál að stríða að það er allt of lítill bloggtími. Þetta veður er að gera mig gráhærðan. Mar tímir varla að sofa því þá missir maður af einhverri rosalega flottu nóttinni, morgninum, sólskinsdeginum ellegar kvöldinu og sólarlaginu. Þetta hlýtur að fara að lagast. Annars er búið að loka mig aftur inni í vinnunni minni sem eru auðvitað hrikaleg meðferð á einum borgara þessa lands og ætti að vera kært hið snarasta til mannréttindadómstóls.

Er núna undanfarið búinn að vera að dunda mér við að taka hreyfðar myndir en það er svona þema sem ég ætla að vinna helst einhverja ljósmyndakeppni með. Veit ekki alveg um árangurinn en þetta er að minnsta kosti eitthvað hreyft. Bra að fljúga sko.
Moving bird (3)

En það skiptir kannski ekkert öllu máli því ég ætla að vinna einhverja texture keppni þarna á DPC á morgun. Næsta blogg verður um það sko. Ef ég vinn ekki þá er annað og þriðja sætið svona til vara. Ef ég fæ ekki verðlaun núna þá er það bara svindl. Ég endurtek ESS VAFF I DÉ ELL !

Mjá.

Ég fór annars í sveitina mína um helgina þar sem ég er að rækta dauð tré og viðhalda húsi fyrir mýs merkurinar. Það gekk ágætlega. Búið að koma þar fyrir fullt af dóti fyrir músa andskotana að verpa í næsta vetur. Veðrir var annars undarlegt þarna fyrir austan. Þetta er annars erétt hjá Péturesy ef einhver lesandi skyldi vera ófróður um skógræktina mína (Fellsmörk). Já. Það var nefnilega bara skýjað þarna undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli á laugardeginum þrátt fyrir alla sólina annars staðar. En svo skein hún eins og hún ætti lífið að leysa eftir hádegið á sunnudeginum og var komin langleiðina með að bræða allan jökulinn sem varð til þess að Ventó (svona VW Golf með skotti ef einhver skyldi ekki vita það) fékk það verðuga verkefni að frussast yfir metersdjúpt vatn. Ég hvatti hann með ráðum og dáð en allt kom fyrir ekki. Hann er helvítis gunga og ekkert annað. Þorði ekki yfir sprænuna fyrir sitt litla líf. Linti ekki látum fyrr en ég lét undan og bað einhver slyddujeppa þarna um að sjá aumur á honum og taka hann bara í tog. Það gekk ágætlega og ég fékk þennan fína þvott á gólfteppnunum afturí.

Í næstu viku stendur svo til brjáuð fjallaferð. Til að tékka á forminu skoppaði ég upp á Esjuna í kvöld. 56 mínútur þannig að ég slapp við hinn hroðalega aumingjastimpil sem allir fá sem komast ekki þangað upp á klukkutíma. Reyndar ætlaði ég að komast þangað á 55 mín og var jafnvel búinn að heita mér því að taka stóru digitalmyndavélina í ferðina ef ég kæmist á þeim tíma. Ég verð sem sagt að skoppa þangað aftur einhvern næstu daga.

Já en nóg í bili. Mín bíður bók sem ber hið undarlega nafn Bítlaávarp og þarf að lesast aðeins í kvöld. Reyndar ekki merkileg lesning en dáltið skondin á köflum. Svo þarf aðeins að sofa og svo vakna kl 4 til að tékka á hvort ég hafi ekki örugglega unnið þessa helv. myndakeppni atarna.


....

Friday, July 22, 2005

Hún yfirgaf mig

Núna er ég algjörlega fullkomlega einmanna. Vinkona mín á svölunum, gæludýrið af skordýraætt, kóngulí digurbelgur er farin, horfin, kemur líklega aldrei aftur. Þetta er bara eins og í laginu um köttinn sem gufaði upp þarna um daginn.

En notaði þá í staðinn tækifærið í dag og þreif svalarskammirnar og það var ekki vanþörf á því. Það er svona rautt plast eitthvað á svalagólfinu til að halda þeim snyrtilegum en það var bara við það að hverfa í mosa og öðrum gróðri. Notaði líka tækifærið og endurnýjaði eitthvað í grasgillinu mínu. Það var víst orið fátt um fína drætti í því sem heitir brennari á þeim bænum.

Já.

Fór annars í fínan myndabíltúr út á Reykjanes í gær. Sjá Flickr síðuna mína en það var svona meðal annars þetta:
mr sandman



Það er annars algjör hryllingur að hafa þetta góða veður í sumarfríinu sínu. Maður kemur bara ekki nokkru í verk sem maður ætlaði sér að gera því mar er stöðugt upptekinn af að njóta veðurblíðunnar.

Thursday, July 21, 2005

kaffi

Er svona drykkur.

Búinn til úr baunum sem eru ræktaðar í útlöndum en brenndar á Suðurnesjum.

Malaðar hér og þar og settar í könnu sem er fyllt af vatni og gumsið svo pressað saman. Eða þannig geri ég að minnsta kosti.

Síðan drekkur maður þetta og þykir gott. Sumir fá í magann eða hreinlega magasár af þessum fjanda en aðrir geta ekki sofið. Það hefur nú reyndar ekkert skeð fyrir mig annað en að stundum hefur mér fundist að ég hafi fengið nóg en það er bara stundum. Svo ef ég drekk þennan fögnuð ekki um stund þá fæ ég stundum hausverk. Það getur verið óþægilegt. En samt allt í lagi því hann hverfur. Svo getur maður bara fengið sér kaffi aftur.

Þetta er svona ógeðisdrykkur sem pabbi og mamma drukku í gamla daga og mér fannst bara vondur. En svo man ég að skv. áreiðanlegum heimildum í Jóni Oddi og Jóni Bjarna er ekki hægt að rífast á meðan maður drekkur kaffi. Það er kannski þess vegna sem það er alltaf verið að bjóða upp á kaffi á fundum.

Mér datt þetta bara svona í hug.


Would you like some coffee now?
.... skál!

Wednesday, July 20, 2005

Endurbyggingu lokið

Vinkonan á svölunum er búinn að spinna sinn vef upp á nýtt. Þegar ég fór að sofa upp úr miðnætti var hún hálf ráðvillt greyið en þegar ég tók morgunpissið klukkan fimm í morgun var endurgerð lokið.

Ég er búinn að gera gæðaprófun á framkvæmdinni og vefurinn þolir að útigrillið sé opnað. Það er reyndr verst [eða best] að ég ætlaði að fara að taka eitthvað til á svölunum og hefði þá þurft að færa grillið eitthvað til. En ég sé ekki að það sé hægt nema að valda mjög alvarlegum veiðarfæraskemmdum.

Best að fara að fá sér eitthvaða að éta sjálfur. Ég nota annars svona hefðbundnari tól en svalabúinn. Buddu, visakort og svona verslanir.

Það varð vinnuslys á svölunum hjá mér...

Nei annars - kannski ekki vinnuslys heldur svona matseldar og veiðimannaslys. Ég var nebblega að grilla mér ananas úti á svölum einhvern tíman rétt fyrir miðnættið fyrir mig og Ralldiggni sem kom í heimsókn að stela öllu viti frá mér. Og já, sko. Þegar ég var að grilla sko þá hef ég gengið eitthvað ógætilega um grillið og veiðitæki hennar vinkonu minnar lét alvarlega á sjá. Reyndar svo illa að það var ekki nema eins og einn grandari eftir til að byggja vefinn á. Mér sýnist hún vera hálf ráðvillt núna þarna úti á handriðinu en ég bíð bara og sé til hvort hún hressist ekki og verði þá komin með splunkunýjan vef í fyrramálið.


The  friend on my balcony
Svona var hann sko

Já, hörð er lífsbaráttan.

Tuesday, July 19, 2005

Grrrr - hávaðaseggir

Það er alveg undarlegt hvernig mennirnir dirfast að vera að brjóta fyrir svalahurð í þessu góða veðri þegar ég ætlaði að sitja úti á svölum og hlusta á Ellu Fitzgerald í ró og næði. Verð víst bara að fara að heiman!

Já annars. Meðan ég man. Einn lífsháskinn sem ég lenti í gær var þegar ég fékk þá undarlegu flugu í höfuðið að prófa hvernig sígarettukveikjarinn í bílnum mínum virkar. Þar sem ég var auðvitað ekki með neina sígreddu þá stakk ég bara vísifingri vinstri handar inn í helvítis kveikjarann. Það heyrðist hviss síðan kom brunalykt og svo myndaðist óhugnanleg brunablaðra og stingverkur sem náði upp fyrir olnboga.


.... núna veit ég að hann virkar og það er hiti þarna inni!

Monday, July 18, 2005

Mamma hans Clint Eastwood

Já, á meðan ég man.

Ég rakst á mömmu hans Clints núna um helgina að spóka sig niðri í miðbæ. Smellti af henni mynd án þess að mikið bæri á. Skil samt ekki alveg hvernig ég fór að því að láta lítið bera á þar sem myndin var tekin á linsunua monsterous!

a face
Andlit sem segir sögu


Ég skil ekki af hverju hún bauð mér ekki hlutverk í myndinni hans. Ég hlýt bara að vera svona hroðalega óleikaralegur. Var samt kannski bara heppinn að hún kallaði ekki til lögreglu vegna þessarar kolólöglegu myndatöku.

Ég lenti í lífsháska í dag...

að minnsta kosti þrisvar.

Það var sko þannig að ég fór í bíltúr út á Reykjanes til að ljósmyndanördast eitthvað aðallega held ég. Gekk fínt alveg þangað til ég gekk inn í eitthvað hroðalegt kríuger og þá blasti þetta hér við mér:
more crazy birds
Já, þetta eru kríur og þær skiptu þúsundum og þær voru ekki að fljúga í burtu. Nei, þær voru í vígahug og flugu allar í átt að mér. Það eina sem bjargaði mér var að hann Kári blés svo hressilega að kríuhelvítin létu ekki að stjórn og fuku eiginlega eitthvað út í búskann. Sem var kannski ekki efnilegt þar sem ég var nú eiginlega úti í buskanum.

Síðan tók ég einherjar artífartí myndir [eða jabbnvel ekki einu sinni það] af yfirgefinni fiskeldisstöð.
icelandic aquaculture tragedy (4)

Já, hinn lífsháskinn. Það var sko þegar ég kom heim og ákvað einhvern tíman þegar eðlilegt fólk er að fara að sofa að grilla mér lambalund á útigrillinu mínu að þá vildi ekki betur til en svo að af því hlaust einhver sá rosalegasti eldsvoði sem heyrst hefur um í grillheimum. Svo rosalegur að steikin var logandi þegar ég fór að troða henni í mig. Æ, nei annars. Er eiginlega að ýkja aðeins. Ég blés á steikarófétið eitthvað aðeins áður en ég át það og skar líka eitthvað af öskuhrúgunum í burtu.

Þriðji lífsháskinn. Man ómögulega hvað það var. Skiptir svo sek ekki neinu máli þar sem ég er sprelllifandi ennþá. Kannski var það kóngulóin á svölunum sem réðist á mig eða kannski var það þegar ég var næstum dauðir um eftirmiðdaginn niðri í Laugardal að skokka 5 kílómetrana. Skiptir svo sem ekki neinu - meikar ekki diff - enda er ég lifandi - eða hvað?

Sunday, July 17, 2005

Kominn til baka frá Hornströndum

Sunset in Hornvik - Hornstrandir

Í Hornvík, fyrsta kvöldið í ferðinni en þá var sko rigning eins og sést á myndinni!



Er kominn til baka úr frábæru ferðalagi um Hornstrandir. Var fyrst ekið í Djúpuvík þar sem gist var á djupavik.com og svo siglt frá Norðurfirði í Hornvík þaðan sem gengið var á þremur dögum í Reykjarfjörð þar sem Kristján hennar Ralldiggnar er ættaður. Tók þar ættleggur hans á móti okkur með eðalgrilliðu lambalæri. Var svo siglt til baka eftir tveggja nátta stopp þar í Gamla húsinu og tvær ef ekki þrjár sundlaugarferðir.
In an old house

Ralldignur, Kristján og ég sjálfur inni í einhverri gamalli skemmu í Reykjarfirði sem forfeður eða að minnsta kosti ættingjar Kristjáns hafa reist einhvern tíman á öldinni sem leið.

Saturday, July 09, 2005

Dótadagar

Fékk nýtt myndavéladót í dag. 300mm linsu F4 fyrir þá sem hafa eitthvað vit á þessu. Finnst hún bæði dýr og þung en hennar helstu kostir þykja reyndar vera hvað hún er ódýr og létt. Jú það var einhver önnur þarna sem var tvisvar sinnum þyngri (3kg þá) og fjórum sinnum dýrari (vil ekki segja því þá halda allir að ég sé bilaður). En svo er hún líka sögð súper skörp og svakalega snögg og vonast ég til að verða sammála því.

Búinn að taka eitthvað af myndum og hér er ein af þeim. Reyndar bara svona blómamynd. En hún er bara ágætt.
A brand new lens

En svo held ég að ég sé að verða brjálaður. Þarf að fara að taka til fullt af drasli af því að ég er að fara í nokkurra daga göngu um Hornstrandir. Það verður líklega ekki mikið blogg núna í eina viku eða svo!

Wednesday, July 06, 2005

Dýramisþyrmingar líkamsræktartrölls

Eftir að hafa heyrt og séð spangólandi hund inni í svörtum MMC Outlander bíl með bílnúemrinu OX-648 fyrir utan World Class í Laugardalnum í hádeginu í dag, þá er ég farinn að hallast að því æ meira í seinni tíð að hundahald í bílum ætti að vera bannað!

Skammastín!

Maðurinn með ljáinn lét að sér kveða við Laugaveginn í dag!

Nei það dó enginn ef einhver heldur það heldur var ég bara að slá mosavaxna óræktarblettinn hér heima hjá mér. Var vegna fjölda áskorana en reyndar verst [eða kannski best] að það sá enginn til mín nema held ég maðurinn hans Steindórs. Já sumir menn eiga menn, aðrir menn eiga konur og þær konur eiga menn en ég á ekki einu sinni ljáinn, fékk hann lánaðan hjá karli föður mínum.

Monday, July 04, 2005

Loksins - hlaupaskór, skokk og eldsvoði

Fór loksins skokkandi í dag. Mannaði mig fyrst upp í að sýna mig meðal fólks og fara í ösina í Dinglunni.

Fyrir þá sem eru ekki innvígðir í hlaupaheiminn [sem ég er nú reyndar varla heldur þó ég sé samt kannski eldri en tvívetur í þessum efnum] þá upplýsist það hér með að hlaupaskór eru eins og vín og bifreiðar. Það eru mismunandi árgerðir. Á útsölu í Kringlunni gat ég fengið árgerð Aisics Gel Kayano eða hvað þeir heita frá í fyrra með 30% afslætti sem eru margir margir þúsundkallar þegar horft er til þess hvað þessi ósköp kosta.

Ég gat sætt mig við að nota árgerðina frá í fyrra en hitt var verrara að þeir voru bara til upp í stærð númer 42 og hálft. Og þar sem það var ávísun á að neglurnar á tánum myndu týnast af ein og ein ef tærnar færu bara ekki í heilu lagi þá var stormaðu upp í Smáralind. Ja, reyndar var ekki beinlínis stormað því það vara bara keyrt þangað við undirleik úr Almadóvar bíómynd um einhverja öfugugga, kynskiptinga, klæðskiptinga, gleðikonur, gleðisveina, homma, lesbíur, morðingja og löggu sem var flest af þessu. En nýju grægjurnar eru sko að gera sig heldur betur.

Uppi í Smáralind rakst ég á fyrst fullt af fólki en síðan þessa fínu Intersport búð. Þar var reyndar engin útsala á skóm en nýjasta árgerðin af þeim kostaði samt alveg þúsundkalli minna en í Útilífi í Dinglunni. Þeir urðu því kauptir. Og þegar ég byrja að kaupa eitthvað þá rennur oftar en ekki á mig æði. Reyndar fann ég bara eitt annað skópar til viðbótar þarna til að kaupa en þetta varð eitthvað um kvarthundraðþúsundkall sem ég verslaði.

Þetta lítur annars út fyrir að vera frekar útgjaldamikill dagur hjá mér því það er svona á leiðinni í gegnum peningahömlur heilabúsins míns að ég þurfi að fá mér alvöru aðdrátarlinsu á myndavélina mína til að geta leikið mér eitthvað almennilega í sumarfríinu mínu. Það verður allt í allt eitthvað aðeins meira en hundraðþúsundkall sem fer í það. Já það er munur að vera sterkefnaður vesalingur!

Á leiðinni í burtu með skógóssið rakst ég svo auðvitað á fullt af fólki sem var eitthvað að þvælast þarna. Skil ekki hvað það er alltaf rekast á mig. Ekki hef ég gert því neitt.

Ég æddi sem sagt heim með hlaupaskóna, tróð mér í þá og hlaupabrókina enda ekki gott að hlaupa mikið í glabuxunum eða berrassaður... sem gæti kannski svo sem verið ágætt ef það væri nógu gott veður en ég er ekkert alveg viss um hvað aðrir myndu segja og hef dálítlar áhyggjur af nágrönnum mínum hér við Hverfisgötuna þegar ég myndi fara fram hjá þeim.



Asics Gel Kayano - árgerð 2005

En þetta voru algjörir eðalskór. Það er hreinn unaður að hlaupa í þeim. Maður hreyfir bara fyrst aðeins aðra löppina og svo kemur seinni löppin á eftir og hreyfist, fer fram fyrir fyrri löppina sem er þá orðin á eftir og svo hreyfist hún bara líka. Ég var reyndar dálítinn tíma að finna út úr þessu öllu saman þar sem það voru engar leiðbeiningar með skónum. Þurfti meira að segja fyrst að átta mig á hvernig best væri að festa skóna við bífurnar þar sem það voru einhver dularfull snæri í þeim sem þurfti að binda einhvern veginn. Ætli það séu annars þessar reimar sem allir eru að tala um... Veit ekki baun. Er annars að velta fyrir mér hvort það sé "y" eða bara "i" í bífunum. Ja, skiptir líklega ekki máli þar sem þetta er svona frekar lítið notað orð og helmingurinn sem er að lesa þetta [þá líklega þú ef það er enginn búinn að lesa þetta nema ég og þú] hefur hvort sem er aldrei séð þetta undarlega orð á prenti.

Nú þegar ég var búinn að skokka upp í Laugardal og kom fjólublár af áreynslu til baka upp á Laugarveginn þá æddi slökkviliðið fram úr mér. Það var allt að brenna hér rétt hjá á Rauðarárstígnum. Ég skil annars ekki þessa eldsvoða hér í kring. Ég veit um þrjá bruna hér í svona 200m fjarlægð síðan í vor. Og einn þeirr meira að segja hjá fólki sem ég þekki oggupínkupons, þ.e. spurningakeppnishöfundinum og Steinunni konunni hans.

Já en nú er mál að linni.

Það var farið í sveitaferð

Það var farið í sveitaferð um helgina. Í Fellsmörkina fyrir þá sem eitthvað vita. Það stóð til að setja loksins nýjan glugga í 12 fermetra höllina okkar þar. Öðru nafni Músahúsið okkar ferlega.

Gunni - my brother
Gluggasmiðurinn Gunni bara nokkuð glaður með þetta

Gluggaísetningin gekk bara vel en ég hef dálitlar áhyggjur af að þetta leki allt saman. En hvað með það - hver er verri þó hann vökni... ja nema hann drukkni og það eru nú ekki neinar rosalega líkur á því þarna.

Svo voru nú líka pabburinn og mamman þarna og var eiginlega afmælisveisla þess fyrrnefnda þarna um kvöldið þar sem hann er alveg nýbúinn að eiga afmæli.

My mother
Mamman fylgdist með og lét sér nú bara fátt um finast

My father I
Pabbinn þurfti síðan að huga að einhverju dóti í kerrunni sinni. Og jú þarna liggur gamla gluggaboran!

Um kvöldið birtist síðan allt í einu þessi rosalega flotti regnbogi okkur til dýrðar og nýja glugganum til heiðurs. Ég dáðist að báðum (glugganum og regnboganum) um leið og ég lét myndavélina vaða á hann!
Me and the rainbow
Ég og regnboginn sko

Það var síðan eins gott að við kveiktum upp í kamínunni þar sem það varð svalt um kvöldið eða eins og ég komst að skrifelsi á staðnum:

"Það er hálf kalt og ég er eiginlega krókloppinn og það sést á skriftinni...
Það er verið að spá óveðri í fyrramálið og klukkan er að verða tvö. Gunni er að bursta í sér tönnurnar. Mér er kalt á höndunum og U2 er að spila í úbarpinu...
Og svo fer maður að sofa... þetta skal bloggast"



StoveÞað logaði glatt í kamínunni

Síðan varð nú ekkert úr þessu óveðri meira en einhver ein vindkviða um átta leytið um morguninn en samt skrönglaðist maður nú á lappir einhvern tíman tímanlega og kom sér í bæinn.

Þegar ég kom heim varð ég eitthvað svo hroðalega lúinn að ég lagðist bara í öllum fötunum upp í rúm og steinsofnaði eins og skot. Lá eins og heiladauður aumingi og dreymdi dularfullan draum um að einhver væri að koma inn til mín í gegnum strompinn alveg þangað til ég hrökk upp með andfælum við bara ekki neitt. Er síðan auðvitað vakandi núna ekkert syfjaður um miðja nótt ... já, ég er dálítið klikkaður!