Innlent mbl.is 12.1.2005 16:29Á ekki Umhverfisráðuneytið að passa umhverfið?
Umhverfisráðuneytið ætlar að áfrýja til Hæstaréttar
Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi
sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp í dag um fyrirhugað álver
á Reyðarfirði, að sögn Magnúsar Jóhannessonar . . .
Einhvern veginn þá hélt ég að Alcoa væri fyrirtæki sem ætlaði að byggja Álver og nota til þess rafmagn úr virkjun sem Landsvirkjun er að láta Impregilo byggja fyrir sig uppi á hálendinu
og þetta væri allt gert af því að iðnaðarráðuneytið vildi það.
Síðan til að við gengjum ekki alveg fram af umhverfinu okkar þá væri til umhverfisráðuneyti og það hefði sett einhverjar reglugerðir og komið til leiðar lögum frá Alþingi um umhverfismat og starfsleyfi fyrir svona starfsemi sem getur farið með umhverfið til andskotans [fyrirgefið orðbragðið en maður segir stundum svona þegar manni er mikið niðri fyrir].
Hvernig getur þá staðið á því að umhverfisráðuneytið ætli að áfrýja úrskurði sem miðar að því að bjarga umhverfinu? Ég bara get ekki skilið þetta.
Mér finnst þetta dálítið mikið veraReyndar verð ég að játa að ég skil ekki alveg út af hverju þetta var dæmt svona. Út af hverju endurtaka þarf umhverfismat ef það á að minnka verksmiðuna. En það er allt annað mál og kemur því ekki við að ég skil ekki hvernig þetta umhverfisráðuneyti virkar eða til hvers það er.
eins og maður ákærður fyrir morð
áfrýi síknudómi.
No comments:
Post a Comment