Friday, January 21, 2005

Er fólk orðið klikkað?

Rainbow ryksugusalan gengur víst aftur núna.

Í hádeginu í gær var aðal umræðuefnið pottasölufólk sem gengur sest upp hjá manni og selur pottasett fyrir litlar 270 þúsund krónur. Já ég endurtek: Pottasett fyrir 270 þúsund krónur.

Kynningin gengur víst út á það að þeir pottar sem maður hefur eldað í hingað til séu fullir af fúlum matarleifum og þungmálmum sem leysast upp og eitra manns eðal kropp. Pottarnir rínu eru hins vegar úr títaníum sem er svo dýrmætt að það mengar ekki neitt og rekur allar matarleifar á brott jafnóðum.

Þeir sem fá svona kynningar heim til sín ku fá yfirleitt ógeð á öllum öðrum pottum og verða að kaupa sér fjölskyldusett af títaníum pottunum á þessar 270 þúsund krónum. Reyndar er hægt að kaupa pottana í stykkjatali en það ku vera dýrt og flestir kaupa þess vegna heilt sett. Enda fylgir líka rifjárn með.

Er fólk orðið klikkað spyr ég nú bara!

Annars en nú sumt enn klikkaðara:
Lítil virkni töfrasprota

No comments: