Það er allt í veseni.
DVD spilarinn minn virkar ekki
Jólin eru búin
Ég á samt eftir að taka jólatréð niður
Bíllinn minn er bilaður
En það eina sem er reyndar slæmt er að ég er með eitthvað hálfbrákað rifbein.
Síðan er ég kannski líka stoltur af því að jólastjarnan mín er ekki dauð ennþá... en það hlýtur nú samt að fara að koma að því.
Mjá !
En ég tók sem sagt upp á því í gærkvöldi að fljúga hálfhring og enda á því að slá síðunni utan í grindverk. Það á að banna grindverk. Maður á kannski líka að hafa vit á að vera ekki að álpast úti á blankskóm í fljúgandi hálku eftir að hafa sötrað guðaveigar hálft kvöldið. Já það ér hált svellið. Nýársgleðir geta verið erfiðar.
Aðal vandamálið er samt það að ég verð að læknast hratt því ég má eiginlega alls ekki við þessu að leggjast í kör. Þarf út að sprikla til að komast örugglega á fyrirheitna fjallið í Mars. Þetta er sem sagt hið versta mál.
Síðan til að hraða batanum er grasalæknirinn móðir mín búin að troða inn á mig hinu undarlegasta grasaseyði sem er svo hrikalegt á bragðið að öll sár hljóta að gróa samstundis.
No comments:
Post a Comment