Thursday, January 13, 2005

blesss moggi

Fyrir einhverjum vikum fór Moggaskrattinn að koma heim til mín með álímdum auglýsingum. Mér fannst þetta undarlegt og blaðið rifnaði!

Einhvern tíman kom ég heim í hádeginu og varð pisst á þessu svo ég noti eðaltungur. Pakkaði forsíðunni í umslag, skrifaði á miða með að ég vildi fá forsíðuna órifna og setti herlegheitin í póst til Moggans. Ekki sá nú Mogginn ástæðu til að svara mér.

Einhverjum dögum seinna var ég búinn að fá nóg og sendi þeim tölvupóst með myndinni að ofan. Og viti menn. Þei svöruðu! Svona var það:


Sæll Einar og takk fyrir tölvupóstinn.

Álímd auglýsing á forsíðu Morgunblaðsins er nýjung sem er í boði til
auglýsenda. Þær eiga að virka þannig að auðvelt sé að taka þær af blaðinu,
án þess að skemma forsíðuna. Gaumgæfilega verður fylgst með því að svo sé
og að miðinn virki eins og framleiðendur segja að hann geri. Það er vel
mögulegt að í fyrstu skiptin hafi ekki verið svo en við vonum að
byrjunarörðugleikar séu að baki. Útgáfa Morgunblaðsins er grundvölluð á
áskrifar- og auglýsingatekjum sem eru forsendur þess að hægt sé halda uppi
metnaðarfullum fjölmiðli.

Mál einsog þetta framkalla eðlilega viðbrögð hjá lesendum. Við áskiljum
okkur ákveðinn tíma til að meta af þeim og öðrum frá auglýsendum hvort
haldið verði áfram með slíkar auglýsingar. Vil ég þakka þér þolinmæðina.

Kær kveðja,

Örn Þórisson
áskriftarstjóri
=======================
Morgunblaðið
Kringlan 1, 103 Reykjavík
Sími 569 1100 / Beinn sími: 569 1356


Sem sagt. Þeir voru að gera tilraun fyrir auglýsendurna sína og létu mig áskrifandann borga fyrir að fá að vera tilraunadýr. Þar sem ég er ekki vanur slíku þá mislíkaði mér meira en orð fá lýst og ákvað að segja blaðinu upp um leið og næsta auglýsing kæmi. En viti menn. Það kom enginn auglýsing í marga daga og enhverjar vikur. Ég var ekki viss um hvort þeir væru búnir að merkja mína áskrift sem auglýsingalausan fýlupoka sem nennir ekki að taka þátt í auglýsingatilraunum fyrir fyrirtæki úti í bæ eða hvort þeir væru bara hættir þessu rugli.

Ekki fyrr en ég kom heim úr vinnunni núna í dag.

Ég fæ líklega hvorki Mogga á morgun né álímda auglýsingu. Get sem sagt bara tekið gleði mína á ný.

Það var annars einhver auglýsing frá Hróa Hetti pizzufyrirtæki á blaðinu í dag. Ég ætla heldur ekki að kaupa svoleis.

Þetta er eiginlega allt út í hött hjá þessum auglýsendum!

No comments: