Wednesday, January 12, 2005

að panta sér flókna pulsu

Ef þú hefur ekki áhuga á að lesa um pulsur þá skaltu ekki lesa þessa færslu.

Ég hef lengi haft fatlaðan smekk. Eða kannski frekar, ég hafði lengi fatlaðan smekk. Ég borðaði ekki lauk. Ég held að í nokkuð mörg ár hafi ég borðað allan almennilegan mat en ekki lauk nema í tiltölulega fá ár. Reynar eru þau orðin all nokkur en miðað við hversu æfaforn ég er orðinn eru laukárin mín hlutfallslega fá. Síðasta laukvígið er núna að falla. Það er "Eina með öllu nema hráum" syndromið. Reyndar var það fyrir martlöngu "eina með öllu nema hráum og mikið remúlaði" en þá var ég nýbúinn að átta mig á því að það væri til einhver gómsæt skærgul froða sem héti remúlaði. Síðan komst ég reyndar að því að þessi froða væri ekkert sérlega holl, gerði mann feitan og mér fór að finnast hún ógðeðsleg svo pulsan varð "ein með öllu nema hráum og lítið remúlaði" sem þróaðist úr í "rosalega lítið remúlaði". Reyndar hef ég ekki tölu á þeim pulsum sem ég hef skilað vegna remúlaðisofgnóttarinnar.

En aldrei fékk blessaður hrái laukurinn að vera þarna (nema fyrir mistök - og slíkum laukógeðispulsum var umsvifalaust skilað með skömmum) fyrr en fyrir skemmstu. Og núna er pulsan mín á nokkrum vikum búin að breytast úr "eina með öllu nema hráum og rosalega lítið remúlaði" yfir í "eina með öllu en lítið af steiktum og lítið remúlaði" Reyndar langar mig líka stundum til að biðja um mikið sinnep en ég veit að ef ég er kominn með þrjár sérþarfir í pulsuna mína þá er það dæmt til að mistakast.

Þetta mistekst reyndar yfirleitt alltaf hjá mér. Núna áðan þá var t.d. allt of mikið af þessu steikta ógeði á pulsunni minni. Endaði það með því að ég fór að skafa það í burtu. Það tókst ekki betur en svo að ég juðaði sinnepi í buxurnar mínar sem var slæmt því ég var í einum af fínubuxunum mínum sem þurfa að fara í hreinsun ef þær verða skítugar. Sem var enn verra af því að á morgun og líka hinn þarf ég að fara á einhverja fínufatafundi báða dagana og þá dugar ekki baun að vera bara í glabuxunum. Kannski ég mæti bara berrassaður. Þá þarf líka ekkert að þvo eða setja í hreinsun neitt sérstaklega. Bara nóg að fara í eina stutta sturtu.

Já hmmm, kannski ekki svo afleit hugmynd. Jú annars, hún er slæm. Það er vetur og það er kalt. Ég prófa þetta kannski í sumar.

Hmmm....

Annars best að hætta þessu bulli. Það var verið að trufla mig. Einhver að hringja til að betla pening og síðan póstkona frá Asíu með svahilíska orðabók. Ég er nefnilega á leið til Afríku eftir nokkrar vikur ef einhver skyldi ekki vita það!

Ef einhver er forvitinn hvað er að frétta af skrokkun á mér eftir áföll síðasta föstudags þá er það reyndar allt gott eða fer að minnsta kosti óðum batnandi.

No comments: