Maður er látinn borga lágmark 40 þúsund kall á ári fyrir aðgang að "flottustu" líkamsræktarstöð á Íslandi og hvernig er hún? Jú það eru svo sem flott tæki þarna og alveg ofboðslega mikið af þeim og það er þarna flottasta sundlaug á landinu en.... þegar ég fer í líkamsrækt þá fer ég á hlaupabretti og þá vil ég hlusta á útvarp eða eitthvað sjónvarp.
Næstum því helmingurinn af útvarpstækjunum er ónýtur eða að minnsta kosti ekki í sambandi.
Nokkrar útvarpsstöðvanna sem er enn stillt inná hættu útsendingum fyrir nokkrum vikum.
Á einni útvarpsstöðinni heyrir maður Illuga Jökulsson hóta einhverri skelfilegri talmálsrás einhvern tímann í ókominni framtíð.
Björn er líklega í einhverju einastríði við RUV sem sýnir sig í því að það er ekki boðið upp á Rás 2 hjá honum.
Og áðan þá var ekki hægt að hlusta á Ríkissjónvarpið af því að það datt alltaf út reglulega.
Meira að segja Bart Simpson á Stöð2 var gaddfreðinn á skjánum í hálfa mínútu.
Já ég segi bara:
Helvítis World Class útvarps sjónvarps drasl
Þetta er reyndar ekki orðið jafn slæmt hjá honum Birni og þegar ég heyrði einu sinni í honum í útvarpinu vera að tala um líkamsræktarstöðvar sem höfðu farið á hausinn. Þá sagði hann að það yrði að gera þetta almennilega. Litlar stöðvar í kjallarakompum með gömul úr sér gengin tæki gætu ekki gengið. Fólk vildi hafa þetta almennlegt. Á sama tíma var stöðin hans reyndar ekki lítil og ekki niðri í kjallara en hún var í mígleku iðnaðarhúsnæði, grútskítug og hálf ógeðsleg og flest hlaupabrettin næstum orðin stórvarasöm af sliti.
En það sem bjargar þessu núna er að rifbeinið mitt eða hvað það sem kom nú fyrir mig um daginn er allt að gróa og er ég farinn að geta hlaupið á helvítis reiminni með ónýta útvarpinu.
No comments:
Post a Comment