Sunday, January 16, 2005

Gott veður í gær...

Það var frábært veður í gær og til að sanna fyrir sjálfum mér að ég væri ekki dauður úr öllum æðum þá fékk ég mér bíltúr og göngutúr til að taka ódauðleg ljósmyndalistaverk. Reyndar eins og oft þegar ég ætla mér að taka ódauðleg ljósmyndalistaverk þá finn ég ekki neitt til að festa á filmu eða núna kannski frekar festa á flögu.

Ég sá hins vegar einhverja veiðimenn úti á Hafravatni speglast í ísnum og sýndist þetta vera hið besta mynefni. Fékk mér þess vegna göngutúr úr á ísinn og myndaði veiðimennina. Þeir reyndust vera rússneskir og töluðu álíka mikla íslensku og ég taka rússnesku. Enskan gekk aðeins betur og þeir töluðu líklega svona álíka mikið í ensku og í frönsku. Samskiptin voru því svona frekar frumstæð þannig að ég tók bara fleiri myndir af þeim í staðinn.
Hafravatn
Fishing on Hafravatn

Síðan var eitthvert fis flögrandi þarna yfir sem ég tók líka mynd af. Jamm, þetta var allt ágætt en svo sem ekki nein meistarastykki á ljósmyndasviðinu.
I also saw that guy flying over the lake. I think I would like to do that!
flying


No comments: