Það er búið að ganga frá flugi út með Iceland Express en gist verður á hóteli í London eina nótt áður en haldið verður á vit æfintýranna í Afríku.
Thursday, January 06, 2005
Æ þetta líf
Þar sem ég veit að að minnsta kosti einhverjir þeirra sem álpast til að lesa bloggið mitt hafa dáltinn áhuga á fjallabrölti þá er allt í lagi að upplýsa að það er komið fullt af efni inn á Kilimanjaró síðuna og hún er aukin heldur komin á enn nýjan stað á vefnum, þ.e. kilimanjaro.heima.is. Þar er t.d. komin lýsing á leiðinni sem við farin verður en ég hef eiginlega komist að því að þetta er e.t.v. fáfarnasta leiðin á fjallið og því að einhverju leyti sú mest spennandi. En hún er fáfarin einkum út af því að hún er nýrri en aðrar leiðir og var ekki farin að neinu ráði fyrr en uppúr 1990 vegna stöðugra erja á landamærum Keníu og Tanzaníu. Þar er víst orðið friðsamlegra núna og leiðin greið.
Það er búið að ganga frá flugi út með Iceland Express en gist verður á hóteli í London eina nótt áður en haldið verður á vit æfintýranna í Afríku.
Það er búið að ganga frá flugi út með Iceland Express en gist verður á hóteli í London eina nótt áður en haldið verður á vit æfintýranna í Afríku.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment