Sunday, January 23, 2005

Partýstand

Eitthvað var verið að partýjast.

Það er eitt fjall dálítið fyrir utan bæinn sem Grafarholt kallast. Þar hafa Maggi og Erna Björk komið sér og sýni búandliði fyrir í helli einum í Jónsgeisla. Er minnst á það hér út af því að þangað var stefnt fjölda fólks í gærkveldi til að berjast til þrautar í popppunkti

Popppunktur

Var fyrst étið gúllas að úngverskum hætti og þambað fjölþjóða rauðvín með þangað til allir stóðu á blístri og voru farnir að finna ágætlega á sér að minnsta kost þeir sem brúkuðu slíkan drukk. Var þá skipt liði og hófust popppunktsleikar hinir mestu.

partý

Ólukkans skífunni var snúið margsinnis og lentu sumir oftar ein einu sinni í meðferð fyrir vikið. Var það reyndar þeirra mesta lán í spilinu þó ekki minnkaði drykkjuskapurinn fyrir það.

lukkuhjólið

Síðan áttaði Snorri sig á því að hann var alveg við það renna út á tíma og æstist all verulega upp við það.

Snorri desperat

Og gerðist svo enn æstari þegar hann áttaði sig á hvernig staðan var orðin!

Snorri lögga

En aðrir tóku þessu svona meira með stóískri ró!

raggi ekki desperat

En í öllu falli. Þeta var fínt kvöld og svaka stuð. Þarf að endurtakast einhvern tíman. Jám og svo áttaði maður sig líka á því að eftir ekki margar vikur gefst ágætt tækifæri til að hafa afmælispartý. Hvur veit hvað gerist þá!

í dag síðan
Var ammælisveisla hjá mömmunni eða svona ammælishangikjet, harðfiskur, hrútspungar og annað gúrme góðgæti. Var japlað á því fram á kvöld líka.

No comments: