... eða því sem næst - þá upplýsist að ég er allur að ná mér. Er búinn að komast í sprikl þrisvar á þremur dögum sem reyndar gengur ekki lengra en að labba á hlaupabretti (eitthvað sem ég hef alltaf litið hornauga og talið hinn mesta aumingjaskap en ég er víst orðinn svoleis aumingi en ég hef brettið reyndar á góðum halla) rembast aðeins í einhverju skíðatæki og láta þá hendurnar bara svona fylgja. En þetta er sem sagt allt í áttina.
Frétti svo af skíðaferð um helgina sem ég held að ég verði samt að afþakka. Er ekki alveg orðinn svo sprækur. En kannski um þarnæstu helgi.
Svo var ég að átta mig á því að í dag eru ekki nema tveir mánuðir í Afríku!
No comments:
Post a Comment