Ekki lengur um neitt að velja
Fór í eina af uppáhalds... skirtunum mínum í morgun til að líta almennilega út en þetta er ekki eins og það á að vera. Líður eins og rúllupylsu eða ég veit ekki hvað. Það er eins og skirtuskömmin ætli að springa utan af mér. Ætli hún hafi verið þvegin á einherri suðustillingu? Nei, ég held ekki. Ég held að þessir nammipakkar sem duttu ofan í mig í vinnustressinu síðustu daga og einhver skortur á hlaupatúrum sé að nálgast að gera út af við mig.Nú lofa ég að hér verður bloggað um heilsuátak Raggans innan skamms. Það skal vera hlaupið og þá ekki í spik heldur um borg og bý!
hmmm annars - þetta er ekki svo slæm hugmynd sem datt ofan í mig núna. Ég bara blogga um heilsuátakið en þarf ekki að gera neitt annað. Það er alltaf sko svona smá skáldaleyfi á blogginu manns!
No comments:
Post a Comment