Thursday, May 31, 2007

Aðalfundatörn en Vatnajökull í vændum

Allt að gerast á sama tímanum!

Skrýtið hvernig það kemst upp í vana að sofa allt of lítið. Núna hef ég ekki tíma nema í svona eins og fjórðapart af því sem ég vildi gera. Það er nebblega aðalfundartörn. Vinnutengt þarf ég á aðalfund Staðlaráðs á morgun og svo er aðalfundur Stjórnvísi sem er bæði vinnutengt og persónutengt og loks er aðalfundur Fellsmerkurinnar þar sem ég er virðulegur formaður skógræktarfélgas. En reyndar ekki mikið lengur. Það gæti verið gerð bylting á morgun. Eða í dag þar sem þetta skráist víst á morgundaginn hér á blogginu.

En það er allt í lagi því ég fékk þær einkar ánægjulegu fréttir að ég er á leið á Vatnajökul með JÖRFÍ núna um helgina. Ég fer reyndar bara svona skreppitúr miðað við alla hina. Verð bara um helgina en það verður eflaust nógu gaman samt. Í fyrra fékk ég bara að hitta hópinn þegar han kom af jökli en núna verð ég heldur betur meira með. En ... til að það verði gaman þarf maður að sofa eitthvað. Forsíða Fellsmerkurskýrslu er að ælast út úr prentaranum og eg bara treysti því að prentarinn ráði við þetta upp á eign spýtur.

Góða nótt í hausinn þinn!


....

No comments: