Það var framkvæmdadagur í gær
Það stóð mikið til. Símhringingar út um hvippinn og hvappinn á föstudeginum. Pantað meira efni í millilegg og alls konar og pælingar út og suður um framkvæmdina.Í stálsmiðjunni fengum við fliri kubba þar sem káta konan afgreiddi okkur ekki heldur frekar ókáti maðurinn sem samt lét okkur hafa pokaskjatta. En svo varð úr þessu ágætis fjölskyldusamkoma í BYKO þar sem við hittum yfirsérfræðinginn ÞA. Það sem upp á vantaði var keypt, borar, alls konar boltar skífur og dót. En það var reyndar líka enginn venjulegur dagur þvi HK átti ammimæli.
Christoff var skilað til Mógilsárinnar og svo var haldin ammimælisveisla fyrir okkur tvö sem fólst í hamborgaragrillveislu okkar tveggja og veggjamálun. Já, hvað er betra á afmælisdeginum sínum en að mála eins og einn vegg!
Og svo rann upp laugardagurinn 5. maí sem í minningunni verður bitadagurinn hinn mesti. Það var vaknað árla og auðvitað aftur farið í BYKO en líka eitthvað Tengi þar sem nýtt sturtudót var keypt. Svakaflott en verst að okkur tókst að týna því um leið.
Undirbúningu bitaframkvæmdar var hinn snarasti. Fólst annars vegar í að transporta alls konar drasli um íbúðina og svo að klippa til humarhala fyrir stórveislufagnaði bitans. Og svo kom ÞA og þá fóru málin eitthvað að gerast meira. Bitinn var boraður norðan undir húsvegg. Fyrst ÞA og svo minn sjálfur og Christoffur. HK sá um að festa herlegheitin á digitalkort.
Svo var bitanum dröslað upp. Engar myndir til af því þar sem allir voru með mikilvæg burðarhlutverk. Efst fór ég sjálfur víst og svo voru Christoff og ÞA á eftir. HK sá um að ekkert færi úrskeiðis og að enginn færi að hengja sig í ströppunum sem notaðir voru. En upp á aðra hæð komst bitinn og var bara kátur með það!
Aðeins fjölgaði þegar Gúnninn var kominn líka og innan skamms flaug bitinn upp fyrir hausamótin á okkur og var kominn á sinn stað. Hann var spenntur í bak og fyrir eftir kúnstarinar reglum og náðist alveg 5mm niðursveigja á hann. Ekki slæmt fyrir 22cm háan I bitann.
Frágangurinn gekk líka eins og í sögu og svo varð vart við all rosalega matarlykt. Það var nefnilega ekki bara bitadagur heldur líka veisludagur. Borðið risastóra var sett upp og fékk virðulegan stað undir bitanum og svo var borðhald. Það var graflax í sósum í forrétt. Humar í kílóavís í aðalrétt eitt og svo hamborgarhryggur í aðalrétt tvö. Hvítt og rautt vín, kókvatn og blávatn eins og hver gat í sig látið. Svo ísur og töffi í eftirrétt. Skemmtilegt tiliefni að fá saman fjölskyldur okkar beggja. Loaggafólk og HK-fólk.
Eithvað meira af myndum af herlegheitunum er á Flickrinu manns!
No comments:
Post a Comment