Thursday, May 03, 2007

11. september síða

Samsæriskenningar á báða bóga

Var að þvælast á ljósmyndakeppni.is og þar var einhver með myndir frá 1. maí og þar var "kröfuspjald" með annarri dagsetningu eða 11. september. Á vefnum 11september.is eða aldeilis.net eru undarlegar vangaveltur um hvort Kanarnir sjálfir hafi staðið fyrir árásunum 11. september til að hvetja hverjir aðra til dáða gegn öllum hryðuverkamönnunum og öðrum glæpamönnum. Ég veit ekki og held nú eiginlega varla en þetta er samt vangavelta sem einhverjir velta eitthvað fyrir sér.

.... vá - það kom hjá mér svona hálfpartinn pólitískt blogg aftur eftir langt hlé á svoleiðis!

No comments: